Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Jólin
29.12.2008 | 02:44
Borða, sofa og sofa, borða.
Svona hafa jólin verið hjá mér. Búin að liggja í flensu öll jólin þannig að ég hef ekki einu sinni farið einn göngutúr, ekki alveg það sem ég hafði hugsað mér en svona er lífið.
Við þrjú í kotinu höfum haft það mjög gott, fórum í mat hjá mömmu og pabba á aðfangadagskvöld og svo aftur í kvöld, veslingurinn hún mamma er búin að vera líka veik öll jólin en hún er samt búin að töfra fram hverja veisluna á fætur annarri, ég veit ekki hvernig hún fer að þessu svei mér þá.
Ég sem nútímakona hefði bara slúttað þessum veislum þangað til heilsan væri betri en móðir mín tók það ekki í mál, allt verður að vera eins og það á að vera. Sem betur fer var Björg systir með heilsuna í lagi þannig að hún er búin að leggja nótt og dag í að hjálpa mömmu þessi elska.
Hún Sigurrós Birna 5 ára dóttir Bjargar er búin að sofa hjá okkur hérna í tvær nætur á meðan mamma hennar var að skúra, skrúbba, elda og skreyta hjá mömmu. Það hefur verið fjör hjá okkur, litla íbúðin er algjörlega á hvolfi en það er alveg þess virði.
Sigurrós er nýbúin að fara í 5ára þroskapróf og hún er að tyggja upp hluti sem þar fóru fram eins og að ríma orð. Hún var ekkert smá stolt af því þegar hún tilkynnti mér rímið við nafnið mitt: Ella - mella
Það tók mig dágóðan tíma að fá hana til að breyta því í Ella - gella. Hugsið ykkur ef ég færi að sækja hana á leikskólann og hún myndi segja við alla: þarna kemur Ella-mella frænka að sækja mig
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 02:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Gleðileg jól
24.12.2008 | 11:17
Sendi ykkur öllum jólakveðjur. Vonandi hafið þið það gott um jólin og áramótin.
Við þrjú hér í litla kotinu ætlum að vera í jólaskapi og láta ekkert eyðileggja það. Það verður nógur tími á nýju ári til þess að hafa áhyggjur.
Við erum svo heppin að eiga góða fjölskyldu sem stendur saman og ef eitthvað bjátar á stöndum við ennþá þéttar saman og hjálpum hvort öðru.
Við þrjú höfum fengið hjálp frá þessum góðu ættingjum á árinu sem er að líða oftar en einu sinni og það eru ekki til orð til þess að tjá þakklæti okkar til þeirra allra.
Guð gefi ykkur góða heilsu til þess að takast á við það sem framundan er..................
Afmæli
21.12.2008 | 22:39
Litli drengurinn minn (not) er 16 ára í dag. Ákvað að breyta út af gömlum vana (kökuveisla að kvöldi til).
Bauð gestum til kirkju kl.11 í morgun, þar var fjölskyldustund með prestinum og Gospelkórnum sem Addi bróðir syngur í.
Þegar það var búið bauð ég öllum heim í súpu ásamt kökum og kaffi á eftir. (vissi ekki að það ætti að bjóða uppá djús og piparkökur í kirkjunni annars hefði ég sleppt því að bjóða þeim heim á eftir )
Þetta var bara alveg frábær dagur, Addi söng eins og engill (eins og vanalega)og auðvitað líka allt hitt góða fólkið í kórnum, kirkjan var full og presturinn í essinu sínu þannig að þetta var mjög gaman.
Kl. 3 var allt búið, fólkið farið, ég nokkurn veginn búin að ganga frá eftir veisluna og dagurinn bara hálfnaður, fór með öll frændsystkinin á Njarðvíkurhólinn að renna á snjóþotum og hafði svo allt kvöldið til chilla......................................
Nú er nýr kafli að taka við í lífi unglingsins: 16 ára, æfingarleyfi, ökukennari, bílpróf. Það verður ekki aftur snúið, nú verð ég að fara selja bílinn minn og kaupa mér 50.000 króna druslu
Nei, nei Friðrik minn ég er bara að grínast. Til hamingju með afmælið elsku karlinn minn.
Dægradvöl
1.12.2008 | 22:40
HVERS Á ÉG GJALDA ?
Hvað eiga svona einar einmanna kerlingar eins og ég að gera til þess að komast í gegnum kreppuna ?
Ojæja, ég held að ég verði þá bara að fara prjóna eða hekla til þess að stytta mér stundir á meðan kreppan gengur yfir, ekki satt ?
Spara pening með auknu kynlífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |