Afmæli

Litli drengurinn minn (not) er 16 ára í dag.  Ákvað að breyta út af gömlum vana (kökuveisla að kvöldi til).

Bauð gestum til kirkju kl.11 í morgun, þar var fjölskyldustund með prestinum og Gospelkórnum sem Addi bróðir syngur í.

Þegar það var búið bauð ég öllum heim í súpu ásamt kökum og kaffi á eftir. (vissi ekki að það ætti að bjóða uppá djús og piparkökur í kirkjunni annars hefði ég sleppt því að bjóða þeim heim á eftir Grin)

Þetta var bara alveg frábær dagur, Addi söng eins og engill (eins og vanalega)og auðvitað líka allt hitt góða fólkið í kórnum, kirkjan var full og presturinn í essinu sínu þannig að þetta var mjög gaman.

Kl. 3 var allt búið, fólkið farið, ég nokkurn veginn búin að ganga frá eftir veisluna og dagurinn bara hálfnaður, fór með öll frændsystkinin á Njarðvíkurhólinn að renna á snjóþotum og hafði svo allt kvöldið til chilla......................................

Nú er nýr kafli að taka við í lífi unglingsins: 16 ára, æfingarleyfi, ökukennari, bílpróf.  Það verður ekki aftur snúið, nú verð ég að fara selja bílinn minn og kaupa mér 50.000 króna druslu Crying

Nei, nei Friðrik minn ég er bara að grínast.  Til hamingju með afmælið elsku karlinn minn. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Til hamingju með prinsinn

Ólöf Karlsdóttir, 22.12.2008 kl. 00:19

2 identicon

Til hamingju með unglinginn ... hvernig er það - á ekkert að fara að kynna sér fésbókina ?

Birna María (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 21:55

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Gleðileg jól til þín og fjölskyldu þinnar Elenora mín .Óla og vala

Ólöf Karlsdóttir, 23.12.2008 kl. 13:32

4 Smámynd: Árni Árnason

ehhehe ertu ekki smá hlutdræg í dómarasætinu þegar kemur að því að taka út sönginn hjá mér ? ehehhehe þetta var flottur og góður dagur og ekki slæmt fyrir afmælisgesti að byrja á jólatónleikum :)

Árni Árnason, 24.12.2008 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband