Jólin

Borða, sofa og sofa, borða.

Svona hafa jólin verið hjá mér.  Búin að liggja í flensu öll jólin þannig að ég hef ekki einu sinni farið einn göngutúr, ekki alveg það sem ég hafði hugsað mér en svona er lífið.

Við þrjú í kotinu höfum haft það mjög gott, fórum í mat hjá mömmu og pabba á aðfangadagskvöld og svo aftur í kvöld, veslingurinn hún mamma er búin að vera líka veik öll jólin en hún er samt búin að töfra fram hverja veisluna á fætur annarri, ég veit ekki hvernig hún fer að þessu svei mér þá.

Ég sem nútímakona hefði bara slúttað þessum veislum þangað til heilsan væri betri en móðir mín tók það ekki í mál, allt verður að vera eins og það á að vera.  Sem betur fer var Björg systir með heilsuna í lagi þannig að hún er búin að leggja nótt og dag í að hjálpa mömmu þessi elska.

Hún Sigurrós Birna 5 ára dóttir Bjargar er búin að sofa hjá okkur hérna í tvær nætur á meðan mamma hennar var að skúra, skrúbba, elda og skreyta hjá mömmu.  Það hefur verið fjör hjá okkur, litla íbúðin er algjörlega á hvolfi en það er alveg þess virði.

Sigurrós er nýbúin að fara í 5ára þroskapróf og hún er að tyggja upp hluti sem þar fóru fram eins og að ríma orð.  Hún var ekkert smá stolt af því þegar hún tilkynnti mér rímið við nafnið mitt: Ella - mella Blush

Það tók mig dágóðan tíma að fá hana til að breyta því í Ella - gella.  Hugsið ykkur ef ég færi að sækja hana á leikskólann og hún myndi segja við alla: þarna kemur Ella-mella frænka að sækja mig Shocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki óþarfa húsbóndahollusta að vera veik á frídögum?? Allavega þá vona ég að þér sé batnað og þú getir notið áramótanna. Megi 2009 færa þér og þínum gæfu og gleði. :-)

Birna María (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 21:40

2 Smámynd: Elenora Katrín Árnadóttir

Takk fyrir það Birna mín og sömuleiðis.  Hvernig á að stofna þetta facebook dæmi ?

Elenora Katrín Árnadóttir, 30.12.2008 kl. 23:25

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ella mín við erum mættar á svæðið ,þú hefur orðið vör við það ,er það ekki .Þetta er eins og lítið barn maður þarf að leika við það ,og það verður stundum æst heheKveðja Óla og vala

Ólöf Karlsdóttir, 5.1.2009 kl. 14:35

4 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Kvitt kvitt Ella mín og þið fjölskylda   .Mæðgurnar á annarri hæðHeld ég búi í einbyli  

Ólöf Karlsdóttir, 10.1.2009 kl. 02:00

5 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Gleðilet ár Ella mín hvernig gengur að hætta að reykja ?

Guðborg Eyjólfsdóttir, 11.1.2009 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband