Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
HJÁLP
12.6.2008 | 15:09
Veit einhver hvar hægt er að fá pappakassa (tóma). Ég er búin að vera spyrjast fyrir í búðum en þær eru flestar með pressur, þannig að ekki er hægt að fá kassa hjá þeim.
Þarf ég að flytja í ruslapokum ? Hvar er hægt að fá pappakassa ?
Sól, sól, sól
11.6.2008 | 23:24
Mikið rosalega er búið að vera gott veður í dag, er þetta fyrirboði fyrir einhverju slæmu, ég velti því fyrir mér því yfirleitt eftir gott veður kemur slæmt og svo verra. (ein svartsýn).
Yfirmaður minn sagði við mig kl.9:30 í morgun að þegar ég væri búin með skýrsluna sem ég var að vinna í mætti ég fara heim vegna veðurs. Ég lét sko ekki segja mér það tvisvar og hamaðist eins og hálfviti að klára skýrsluna sem hafðist svo rétt fyrir hádegi.
Þegar heim kom fór mitt litla heilabú að hringsnúast því ég hafði aukatíma sem ég hafði ekki gert ráð fyrir og varð að nýta hann rétt.
Þar sem ég er nú að flytja eftir 2-3 vikur hefði ég auðveldlega getað verið að pakka saman búslóðinni minni en þegar ég var alveg við það að bræða úr heilabúinu hringdi Björg systir og sagðist vera mála sólpallinn sinn, ég ákvað á svipstundu að gefa s... í búslóðina mína og brunaði til hennar að mála.
Það er auðvitað mjög góð ástæða fyrir því að ég gerði það, ef ég hjálpa henni að mála hafa hún og Siggi enga afsökun fyrir því að hjálpa mér að flytja um mánaðarmótin ha ha ha ha
HÆ
10.6.2008 | 19:06
Best að prófa þetta blogg, Ólöf vinkona hældi því í bak og fyrir, þannig að ekki var um annað að ræða en prófa bara.
Ég er svo upptekin núna að ég get ekki meira í bili, langaði bara að setja nokkur orð svo síðan væri ekki tóm.