Akureyri

Ég er bara ekki að nenna skrifa ferðasöguna, var án tölvu og internets í tvær vikur og saknaði þess ekkert sérstaklega.

Ferðin var fín, það var Mallorca veður allan tímann og ekki oft hægt að státa sig af því að vera úti að ganga í 18 stiga hita kl.11 að kvöldi til á Íslandi eða hvað ?

Við vorum mikið á ferðinni, keyrðum til Siglufjarðar á Síldarævintýrið meira segja.  Ég var rosalega góð með mig og fór í Vínbúðina á Akureyri fyrir verslunarmannahelgina, keypti mér hvítvínsflösku og ætlaði að taka þátt í gleðinni þar á bæ. Tounge

Þessi hvítvínsflaska liggur inní ísskápnum mínum óopnuð.  Ég fór alla leiðina norður til þess að fara í Vínbúð, geri aðrir betur (dýr flaska).

Við fórum 4 norður, þegar við vorum búin að vera í nokkra daga bættist í hópinn og svo meira um verslunarmannahelgina þannig að við vorum 13 þegar mest var.  Mikið fjör, mikið gaman.

Mamma var auðvitað alveg stjórnlaus eins og vanalega, hún óð inní eina búð í göngugötunni, babblaði á einhverju hrognamáli og reif Evrur uppúr buddunni sinni, þóttist ekkert skilja afgreiðslustúlkuna, sem lét hana fá vöruna TAX FREE án þess að hafa hugmynd um hverrar þjóðar hún væri.  Þegar út úr búðinni kom sendi mamma afgreiðslustúlkunni puttann og öskraði: Skítt með kerfið...................Devil

Trúlegt að móðir mín gæti gert svona lagað.  Ég bjó þessa sögu til þegar ég var að segja frá ferð okkar mömmu í miðbæ Akureyrar.

Á svæðinu var peningaplokkari dauðans, Tívolíið fræga.  Miðinn búinn að hækka um 100% síðan síðast.  Það kostaði allt að kr.800 fyrir 1 barn í tæki.  Á nokkrum mínútum horfði ég á eftir peningum sem ég hafði verið þó nokkra klukkutíma að vinna fyrir.  Ekki var það til þess að bæta það hvað starfsfólkið var yfir sig leitt á vinnu sinni, það stóð með súran svip og beið eftir að við drulluðum okkur heim svo þau gætu lokað búllunni.

Þetta var ævintýri sem geymt verður í minni en nú er alvaran tekin við, komin heim, farin að vinna aftur og bíða eftir Ljósanótt í Reykjanesbæ, alveg ákveðin í því að þá skal hvítvínsflaskan verða afmeyjuð (eða hvað haldið þið ?).

 


Home sweet home

Við erum komin heim en ég er bara ekki komin í blogg-stuð ennþá.  Er búin að vera í allt kvöld að rembast við að koma einhverjum myndum inn úr ferðinni.  Gekk ekkert of vel en kom nokkrum frá mér.

Þið verðið bara að skoða myndirnar úr ferðinni þangað til ég nenni að skrifa um hana.

Mikið er nú samt gott að vera komin heim, okkur fannst samt eins og við værum að flytja aftur í íbúðina því við vorum svo til nýflutt inn áður en við fórum í þetta tveggja vikna ferðalag.

Meira seinna..........................Sleeping


Törn

Nokkur orð hér, bara til þess að láta vita af mér ef einhver hefur áhuga Undecided

Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér, búin að standa úti á svölum í nokkra daga, reyndar með bakið í sólina þannig að ég get ekki státað mig af sólbrúnku.

Ég tók allt kítti af gluggum og skipti út fyrir nýtt, skipti út nokkrum gluggalistum líka, skrapaði gamla málingu og málaði.  Það eru bara þrír gluggar á íbúðinni en samt náði ég bara að taka tvo áður en rigningin blessuð birtist og náði bara að mála eina umferð þannig að það er helling eftir enn.

Svo um leið og fór að rigna settist ég niður við saumavélina og saumaði Víkingabúning á Birnu Dögg (sjá í myndum).

Litla barnið mitt er að fara í fyrramálið til Akureyrar á Landsmót skáta, hún verður í heila viku og ég verð nú bara að segja það að ég er ansi stressuð yfir þessu öllu saman.  Birna Dögg er mjög hress með þetta og ég reyni að láta hana ekki sjá hvað mér líður illa Crying

Jæja, þetta er nú ekki svo rosalegt því ég fer til Akureyrar á föstudaginn.  Ég hélt að þá gæti ég farið til hennar og kysst hana í kaf, þvegið fötin hennar, tekið til í tjaldinu hennar og breitt yfir hana þegar hún fer að sofa. 

Nei, nei, nei, það má ég ekki sögðu skátaforingjarnir.  Alveg bannað, ég má koma á opinn dag á laugardaginn en ég má ekkert dekra við hana og svo þarf ég að hypja mig út af svæðinu þegar dagskráin er búin.  Krakkarnir eiga að gera allt sjálf og á meðan Landsmót stendur yfir á ég ekkert í blessaða barninu Frown

Þetta verður erfitt en ég verð með mömmu og Friðrik minn með mér þannig að ég hef víst nóg annað að gera, ha ha, ha.

Við erum sem sagt að fara til Akureyrar og verðum þar í tvær vikur takk fyrir, komum aftur heim 8.-10.ágúst.

Þið notið bara tímann til þess að hvíla ykkur á mér og mínu bloggi, svo kem ég blaðrandi aftur á bloggið þegar ég kem heim.

Hafið það sem allra best InLove


Klakar

Ákvað að koma með fáránlega umræðu Tounge

Í nokkur ár hef ég haft tvöfaldan ísskáp með klakavél og öllum græjum en við skilnað missti ég hann úr höndunum og er nú með gamlan og góðan ísskáp í láni frá foreldrum mínum.

Nú það varð til þess að ég fór og keypti mér klakapoka til þess að búa til klaka.

Viti menn, það er búið að uppfæra gömlu góðu klakapokana.  Þessir sem ég keypti eru í bláum lit og það þarf ekkert að binda fyrir þegar búið er að fylla þá af vatni heldur skella þeim á hvolf og þá rennur vatn í eitthvað hólf og lokar fyrir.  Þvílíkar framfarir. 

Hver ætli sé að vinna við það að hugsa um það alla daga hvernig er hægt að uppfæra klakapoka Shocking

Ætli það sé vel launað starf ?


Kolagrill

Ég er búin að fatta þetta með mömmu Guðborgar og hundinn, ég held að Steini bróðir Guðborgar eigi hundinn, getur það ekki verið rétt.

En annars þá bý ég í Heiðarhvammi en ég er að bera út í Heiðarholti.

Ég ákvað um 6 leytið í dag að prófa nýja, flotta, ódýra kolagrillið sem ég keypti á svalirnar mínar.  Mig minnti nú alveg hvernig pabbi hafði gert þetta í (gamla daga) og mér gekk ágætlega að koma eld í kolin.  Ég var varla búin að kveikja upp þegar byrjaði að rigna, þar sem ég er á 3 hæð er ekkert skjól og það slokknaði stanslaust í draslinu. 

Mín var orðin nokkuð pirruð á þessu, var að reyna halda lokinu yfir svo ekki rigndi á kolin en var um leið að hella kveikjilögi á þannig að það gaus upp eldur með þvílíkum látum að ég var heppin að kveikja ekki í hárinu á mér, svo bara datt allt í dúnalogn jafnóðum.

Svona gekk þetta í 1 klukkutíma þá gafst mín upp og henti kjötinu í bakaraofninn.

Borðaði kl.21:00, orðin svo svöng og pirruð að ég naut ekki einu sinni matarins.

Svo komu mamma og Björg systir í heimsókn um kl.22,  þær voru búnar að sitja svolitla stund þegar mamma spyr hvaða lykt þetta sé. 

Það veit ég ekkert um en fer út á svalir að gá.  Viti menn, kolin í grillinu voru orðin grá og rauðglóandi, hætt að rigna, logn úti og ég hefði geta steikt heilt naut á grillinu.

Var að hugsa um að halda þá bara miðnætur-grillveislu en nennti því ekki.  Svo kl.1 í nótt þurfti ég að hella vatni á kolin því þau voru enn rauðglóandi. W00t

 


Bjössaróló

Mikið fagnaðar fréttir las ég í blöðum dagsins.  Orkuveita Reykjavíkur hefur ákveðið að leggja fram tvær milljónir króna til að endurbyggja hinn fræga Bjössaróló í Borgarnesi.

Ég hef farið reglulega þangað síðan krakkarnir mínir voru lítil og það hefur alltaf verið jafn gaman að fara þangað með þau.  Það er ekki hægt að fara í Borgarnes öðruvísi en að skreppa á Bjössaróló.

Það var skemmtilegast að fara þangað þegar Björn Guðmundsson sá sjálfur um völlinn, þá voru tækin alltaf í toppstandi, alltaf nýmáluð í öllum regnbogans litum en eftir að hann hætti er eins og tækin hafi dáið, síðast þegar ég fór þangað fann ég ekki þessa hlýju tilfinningu sem ég fann alltaf fyrir þegar ég sá þennan fallega heimasmíðaða leikvöll.

Ég vona bara að hægt verði að laga völlinn og gera hann aftur eins og hann var á dögum Björns Guðmundssonar.  Það er óvirða við hann að geta ekki haldið vellinum við og haft hann heilann.  Ef að Björn gat séð um völlinn einn og óstuddur þá hlýtur bæjarfélagið að geta hugsað um hann á sama hátt. 


Mætt

Ég er mætt aftur, búin að flytja og koma mér aðeins fyrir.  Við erum að venjast blokkarlífi, höfum aldrei áður búið í blokk og erum eins og græningjar.  Vorum svo aðþrengd hvað útsýni varðar þar sem við vorum áður en nú erum við á þriðju hæð og ég er í vandræðum með að fylgjast með öllu sem fram fer í nágrenninu, er orðin þreytt í augunum að fylgjast með öllum sem framhjá fara Woundering

Guðborg á mamma þín heima í Heiðarhverfinu ?  Mér finnst ég sjá hana vera labba þarna niðri með ljósan hund, getur það verið ?

Ég er líka byrjuð með nýtt hverfi í útburðinum, Ásgerður það var partý í blokkinni þinni þegar ég var á ferðinni kl.7:30 í morgun.  Veit samt að það var ekki hjá þér (er að bera út í Heiðarholtinu).

Finnst ykkur ekki gott að fá svona fréttir að ofan (3.hæð) ?

Hér eftir fer ekkert framhjá mér og ef ykkur vantar upplýsingar um eitthvað þá bara hafa samband.  Svo eru líka allir velkomnir í heimsókn, íbúðin er lítil en ég get boðið ykkur út á svalirnar, þær eru stórar og góðar.


Flutningar hvað ?

Er ég að flytja eftir 3-4 daga ?

Það mætti halda ekki, ég er í rólegheitum hjá Björg systir að passa, flutti inn hjá henni á miðvikudagskvöld og fer ekki heim fyrr en á sunnudag.  Björg og Siggi fóru með Árna Þór til Vestmannaeyja á fótboltamót og ég er að passa Sigurrós Birnu á meðan.

Mamma er nú búin að lofa passa fyrir mig á morgun þá kemst ég heim til þess að þrífa og pakka, annars er ég búin að pakka svo miklu að við höfum eiginlega ekkert heim að gera, rúmið er farið í geymslu, öll föt komin í poka og búið að pakka öllu niður úr eldhúsinu, þannig að það er bara eftir sófasettið og baðherbergið er alveg eftir.  Við Birna vorum bara glaðar að komast hingað að passa því þá gætum við sofið í rúmi en ekki stofusófanum.

Ég er búin að hafa gaman af því að passa frænku mína, ég vissi ekki að það væri svona langt síðan mín voru á þessum aldri (4 ára), en það er greinilega svo.

Hún minnir mig á að ég þurfi að minna hana á að tannbursta sig og setja á sig sólarvörn, svo minnir hún mig á það að hún eigi húsið en ekki ég og að hún eigi að svara í símann sinn en ekki ég. Hún spyr mig hvort ég sé búin að læsa öllum hurðum og slökkva ljósin áður en við förum að sofa.

Hún sem sagt stjórnar mér fram og til baka, ég læt vel af stjórn og verð örugglega búin að gera hana vitlausa af frekju þegar foreldrarnir koma heim. Halo


JOKE

Ég bara varð að fá að ræna þessum brandara frá henni Guðrúnu á Þingeyri, mér fannst hann alveg frábær.  Takk fyrir lánið Guðrún Kissing

Ég fór í verslun um daginn

Ég var bara í 5 mínútur og þegar ég kom út var djöfulsins andskotans lögga að skrifa sektarmiða.
Ég gekk að honum og sagði, "Heyrðu félagi, hvernig væri að gefa mönnum  smá sjéns ?" Hann leit ekki á mig og hélt áfram að skrifa sektarmiðann, svo ég kallaði hann blýantsnagandi nasista. Hann leit snöggt á mig og byrjaði að skrifa annann sektarmiða fyrir of slitin dekk undir bílnum.

Þá kallaði ég hann rolluríðandi, hoppandi fáráðling. Hann lauk við að skrifa miða nr. 2 og setti hann á bílinn með fyrsta miðanum.

Svo byrjaði hann að skrifa þriðja miðann !! Svona gekk þetta í um 20 mínútur, því meira sem ég svívirti hann, því fleiri sektarmiða skrifaði hann. 
                                         

Mér var í raun andskotans sama, en þið hefðuð átt að sjá svipinn á honum þegar ég fór yfir götuna að bílnum mínum,  settist inn og keyrði burt.


Ég er hér enn, ekki hætt, ég er bara á fullu að undirbúa flutninga.

Fékk mína yndislegu fjölskyldu til mín, bæði á laugardag og sunnudag til þess að hjálpa mér.  Þá fyrst fóru hlutirnir að ganga rösklega.

Reyndar tókst mér heppnu konunni að sparka hressilega í gangstéttarbrún fyrir utan hjá mér þegar ég var að setja dót á pallbílinn og ég svaf ekki á laugardagsnóttina fyrir verkjum í stóru-tánni.  Á sunnudagsmorgun skakklappaðist ég með blöðin en þegar ég kom heim var táin orðin þreföld og fjólublá svo ég ætlaði að láta það eftir mér að vera löt og slaka á.  En nei, nei, þau birtust öll aftur þessar elskur og ég neyddist til að halda áfram að pakka og þrífa, labba upp og niður stigann, áiiiiii, ég var full af sjálfsvorkun, ha ha Crying og lét það eftir mér að leggja mig þegar þau voru farin.

En mikið var ég þakklát þeim að hafa hjálpað mér, þetta er allt að koma, ég hugsa að ég verði tilbúin að flytja löngu áður en formlegur flutningadagur kemur.

Á föstudagskvöldið var útskriftarpartý hjá nágrannakonu minni, hún og frænka mín sem býr við hliðina á mér voru að koma og bjóða mér, ég sagðist vera feimin og ekki þora því, þá komu þær með tvær bjórdósir og sögðu að ég hefði 7 mín til þess að skella því í mig og drullast á staðinn.  Krakkarnir voru við hliðina hjá frænda sínum svo ég dreif mig bara.  Ég sé ekki eftir því, það var frábært, ég hitti gamla bekkjarsystir úr barnaskóla og nokkra týnda ættinga.  Það var partýtjald fyrir utan, þar sátum við og það var mikið hlegið og sungið.  Þar til lögreglan birtist og þaggaði niður í okkur, þá var klukkan orðin 1:30 svo ég ákvað að koma mér heim að sofa.  Ef ég hefði ekki þurft að vakna til að bera út hefði ég viljað halda áfram fram undir morgun.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband