Mætt

Ég er mætt aftur, búin að flytja og koma mér aðeins fyrir.  Við erum að venjast blokkarlífi, höfum aldrei áður búið í blokk og erum eins og græningjar.  Vorum svo aðþrengd hvað útsýni varðar þar sem við vorum áður en nú erum við á þriðju hæð og ég er í vandræðum með að fylgjast með öllu sem fram fer í nágrenninu, er orðin þreytt í augunum að fylgjast með öllum sem framhjá fara Woundering

Guðborg á mamma þín heima í Heiðarhverfinu ?  Mér finnst ég sjá hana vera labba þarna niðri með ljósan hund, getur það verið ?

Ég er líka byrjuð með nýtt hverfi í útburðinum, Ásgerður það var partý í blokkinni þinni þegar ég var á ferðinni kl.7:30 í morgun.  Veit samt að það var ekki hjá þér (er að bera út í Heiðarholtinu).

Finnst ykkur ekki gott að fá svona fréttir að ofan (3.hæð) ?

Hér eftir fer ekkert framhjá mér og ef ykkur vantar upplýsingar um eitthvað þá bara hafa samband.  Svo eru líka allir velkomnir í heimsókn, íbúðin er lítil en ég get boðið ykkur út á svalirnar, þær eru stórar og góðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Til hamingju með íbúðina elskan mín.  Það er ekki amalegt að hafa svona góða nágrannavöktun .  Sérðu ekki annars alla leið yfir til mín?  Það eru nú ekki nema 10 km.  Hlakka til að sjá slotið þitt.

Knús og kossar

Elísabet Sigurðardóttir, 7.7.2008 kl. 10:16

2 Smámynd: Elenora Katrín Árnadóttir

Takk fyrir það Ólöf mín, það liggur við að ég sjái til þín það er svo gott útsýnið.  Vertu velkomin í heimsókn.

Elenora Katrín Árnadóttir, 7.7.2008 kl. 12:09

3 identicon

Þetta er svakalegt að vera búinn að fá ykkur í hverfið !! Þú gleymdir að minnast á það að þú sérð yfir til mín ! Núna er maður að passa sig ! Þú hringdir um daginn til að segja að vinur minn sem kom í heimsókn væri á skítugum bíl ! hahaha núna er ég farinn að hleypa fólki inn um svaladyrnar svo þú fáir ekki allt beint í æð ! hahahahhah velkomin í hverfið elskan

Árni Árna (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 12:56

4 Smámynd: Elenora Katrín Árnadóttir

Já Addi minn, þetta er frábært, það er bara búið að vera rólegt hjá mér þín megin um helgina af því þú varst ekki heima, en nú get ég haldið áfram að fylgjast með þér.  Hvað er í matinn hjá þér í kvöld ?

Elenora Katrín Árnadóttir, 7.7.2008 kl. 18:20

5 Smámynd: Ásgerður

Það er gott að vita að einhver fylgist með partíunum í blokkinni , ég hef líklega sofið þetta partí af mér

Ertu flutt í Heiðarholtið??? Og já Gunna mamma Guðborgar býr í Norðurgarði, held ég að það heiti, en hún á engan hún núna, svo ég viti.

Ásgerður , 9.7.2008 kl. 10:58

6 Smámynd: Ásgerður

Þetta átti að vera engan "hund" núna  , mín að flýta sér.

Ásgerður , 9.7.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband