Ég er hér enn, ekki hætt, ég er bara á fullu að undirbúa flutninga.

Fékk mína yndislegu fjölskyldu til mín, bæði á laugardag og sunnudag til þess að hjálpa mér.  Þá fyrst fóru hlutirnir að ganga rösklega.

Reyndar tókst mér heppnu konunni að sparka hressilega í gangstéttarbrún fyrir utan hjá mér þegar ég var að setja dót á pallbílinn og ég svaf ekki á laugardagsnóttina fyrir verkjum í stóru-tánni.  Á sunnudagsmorgun skakklappaðist ég með blöðin en þegar ég kom heim var táin orðin þreföld og fjólublá svo ég ætlaði að láta það eftir mér að vera löt og slaka á.  En nei, nei, þau birtust öll aftur þessar elskur og ég neyddist til að halda áfram að pakka og þrífa, labba upp og niður stigann, áiiiiii, ég var full af sjálfsvorkun, ha ha Crying og lét það eftir mér að leggja mig þegar þau voru farin.

En mikið var ég þakklát þeim að hafa hjálpað mér, þetta er allt að koma, ég hugsa að ég verði tilbúin að flytja löngu áður en formlegur flutningadagur kemur.

Á föstudagskvöldið var útskriftarpartý hjá nágrannakonu minni, hún og frænka mín sem býr við hliðina á mér voru að koma og bjóða mér, ég sagðist vera feimin og ekki þora því, þá komu þær með tvær bjórdósir og sögðu að ég hefði 7 mín til þess að skella því í mig og drullast á staðinn.  Krakkarnir voru við hliðina hjá frænda sínum svo ég dreif mig bara.  Ég sé ekki eftir því, það var frábært, ég hitti gamla bekkjarsystir úr barnaskóla og nokkra týnda ættinga.  Það var partýtjald fyrir utan, þar sátum við og það var mikið hlegið og sungið.  Þar til lögreglan birtist og þaggaði niður í okkur, þá var klukkan orðin 1:30 svo ég ákvað að koma mér heim að sofa.  Ef ég hefði ekki þurft að vakna til að bera út hefði ég viljað halda áfram fram undir morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Gott að þú skemmtir þér vel, þú hafðir örugglega mjög gott af því.  Ég er forvitin að vita hvaða gamla bekkjarsystir þetta var.

Vona að greyið táin sé að jafna sig.

Luv ya

Elísabet Sigurðardóttir, 24.6.2008 kl. 16:03

2 Smámynd: Elenora Katrín Árnadóttir

Þetta var hún Sólveig Magga Gísla........................

Elenora Katrín Árnadóttir, 24.6.2008 kl. 17:55

3 identicon

Já það gengur bara vel að flytja dótið, þetta mun ganga vel fyrir sig þegar afhendingardagurinn rennur upp ! En ég skil ekki hvað fólk er að kvarta þótt á það sé útskriftarveisla fram yfir miðnætti ! Það er nú ekki eins og það sé alltaf partýhald í gangi hjá þeim !!!

Árni Árna (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband