Flutningar hvað ?
27.6.2008 | 15:43
Er ég að flytja eftir 3-4 daga ?
Það mætti halda ekki, ég er í rólegheitum hjá Björg systir að passa, flutti inn hjá henni á miðvikudagskvöld og fer ekki heim fyrr en á sunnudag. Björg og Siggi fóru með Árna Þór til Vestmannaeyja á fótboltamót og ég er að passa Sigurrós Birnu á meðan.
Mamma er nú búin að lofa passa fyrir mig á morgun þá kemst ég heim til þess að þrífa og pakka, annars er ég búin að pakka svo miklu að við höfum eiginlega ekkert heim að gera, rúmið er farið í geymslu, öll föt komin í poka og búið að pakka öllu niður úr eldhúsinu, þannig að það er bara eftir sófasettið og baðherbergið er alveg eftir. Við Birna vorum bara glaðar að komast hingað að passa því þá gætum við sofið í rúmi en ekki stofusófanum.
Ég er búin að hafa gaman af því að passa frænku mína, ég vissi ekki að það væri svona langt síðan mín voru á þessum aldri (4 ára), en það er greinilega svo.
Hún minnir mig á að ég þurfi að minna hana á að tannbursta sig og setja á sig sólarvörn, svo minnir hún mig á það að hún eigi húsið en ekki ég og að hún eigi að svara í símann sinn en ekki ég. Hún spyr mig hvort ég sé búin að læsa öllum hurðum og slökkva ljósin áður en við förum að sofa.
Hún sem sagt stjórnar mér fram og til baka, ég læt vel af stjórn og verð örugglega búin að gera hana vitlausa af frekju þegar foreldrarnir koma heim.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þú ert akkúrat eins og frænka á að vera, einhver verður að spilla þeim.
Vona að þú komist á Sólseturhátíð á morgun, það væri gaman að hitta á þig.
Elísabet Sigurðardóttir, 27.6.2008 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.