JOKE
25.6.2008 | 01:01
Ég bara varð að fá að ræna þessum brandara frá henni Guðrúnu á Þingeyri, mér fannst hann alveg frábær. Takk fyrir lánið Guðrún
Ég fór í verslun um daginn
Ég var bara í 5 mínútur og þegar ég kom út var djöfulsins andskotans lögga að skrifa sektarmiða.
Ég gekk að honum og sagði, "Heyrðu félagi, hvernig væri að gefa mönnum smá sjéns ?" Hann leit ekki á mig og hélt áfram að skrifa sektarmiðann, svo ég kallaði hann blýantsnagandi nasista. Hann leit snöggt á mig og byrjaði að skrifa annann sektarmiða fyrir of slitin dekk undir bílnum.
Þá kallaði ég hann rolluríðandi, hoppandi fáráðling. Hann lauk við að skrifa miða nr. 2 og setti hann á bílinn með fyrsta miðanum.
Svo byrjaði hann að skrifa þriðja miðann !! Svona gekk þetta í um 20 mínútur, því meira sem ég svívirti hann, því fleiri sektarmiða skrifaði hann.
Mér var í raun andskotans sama, en þið hefðuð átt að sjá svipinn á honum þegar ég fór yfir götuna að bílnum mínum, settist inn og keyrði burt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Góður þessi
Elísabet Sigurðardóttir, 25.6.2008 kl. 16:11
Verði þér að góðu dúllan mín
rændi þessum brandara sjálf einhverstaðar ;) 
Guðrún (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 17:38
ehehhe ég einmitt fékk stöðumælasekt í Reykjavík á mánudaginn. Sveitalubbar eins og ég var ekki alveg að kveikja á því að ég fann stæði í miðbænum og það var bara engin stöðumælir þannig að ég greip stæðið með bros á vör ! En gleðin hvarf þegar ég kom til baka :(
Árni Árnason, 26.6.2008 kl. 13:20
Þú ert drepfyndinn Addi, sé þetta svo fyrir mér.
Elísabet Sigurðardóttir, 27.6.2008 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.