Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Anna móðursystir sendi þetta
29.8.2008 | 23:38
1. Þú ferð í Party og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.
2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.
3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af
því þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á Facebook .
4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta
bara á takkann á sjónvarpinu.
6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.
7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.
8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.
9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.
10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.
11. Svo hlærðu af heimsku þinni.
12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á
framfæri einhverstaðar EF þú félst fyrir þessu... Aha ekkert svona fyrst
að þú féllst fyrir þessu.
Sendu þetta á vini þina, á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri
einhverstaðar innan 2 mínútna og 14 sek eða minna og morgundagurinn þinn
verður besti dagur sem þú hefur upplifað .. hingað til!
En, ef þú bíður of lengi,
mun það ekki skipta neina því hverjum er ekki sama svona lista ... En
vinir þínar munu missa af frábærri skemmtun
Klukkuð af Adda bróðir
26.8.2008 | 22:04
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Rækjupillari, Gjaldkeri, Afgreiðsludama, Skólaritari
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
Austin Powers, Police Academy, Naked gun, Löggulíf
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Keflavík, Garður, Njarðvík,
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Man ekki nöfnin, eru um breytingar/lagfæringar á húsum
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Spánn, Akureyri, Siglufjörður, U.S.A
Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður):
Mbl.is, Visir.is, vikurfrettir.is, mentor.is
Fernt matarkyns sem ég held uppá:
Svið, Kjúklingur, Vanilluskyr, Lambakjöt
Fjórar bækur/blöð sem ég les oft:
Tíðindin, Fréttablaðið, 24 stundir, Vikan
Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:
Keflavík/Njarðvík í stærri íbúð, U.S.A. að versla, í Reykjavík hjá tannlækninum mínum, Heima hjá mér
Fjórir bloggarar sem ég klukka:Guðrún/Þingeyri, Margrét, Bára Inga, Íris frænka
Sjónvarp
22.8.2008 | 22:14
Ég var búin að lofa sjálfri mér að blogga ekkert fyrr en ég væri búin með seinni bókina en ég er ekki búin ennþá, það er búið að vera gggggeeðveikt að gera í vinnunni að undirbúa skólabyrjun.
Ég hef verið að grípa í hana á kvöldin en yfirleitt sofnað út frá henni, EN það sem ég er búin að lesa lofar góðu.
Ég ætla ekki að ræða sigurinn hjá strákunum af því að allir bloggarar landsins eru þegar búnir að því en mig langar að ræða annað sem tengist því.
Hafið þið tekið eftir auglýsingum sem eru í fjölmiðlum þessa dagana ?
Það er búið að setja orðin "Landsleiks-tilboð,, fyrir framan verð ýmissa tækja eins og t.d. sjónvarpstækja. Nú er hægt að kaupa sér sjónvarpstæki á þvílíkum afslætti af því að strákunum gengur svo vel og fyrirtækin sem auglýsa eru svo góð að gefa okkur afslátt í tilefni þess.
Málið er bara það að ég var að kaupa mér sjónvarp fyrir nokkru og skoðaði þá vel verð tækja á ýmsum stöðum. Tækin sem er verið að bjóða núna eru á nákvæmlega sama verði og þá
ÁFRAM ÍSLAND
Leyndarmálið
13.8.2008 | 23:44
Ég lét verða af því að kaupa mér tvær bækur sem mig hefur lengi langað til að eignast, sú fyrsta er "Leyndarmálið,, og hin "Þú átt nóg af peningum,,
Ég las Leyndarmálið þegar ég var fyrir norðan, ég verð að segja eins og er að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með hana. Ég var búin að heyra svo mikið um hana, hún átti að gera kraftaverk á fólki. Það er alveg ótrúlegt hvað er hægt að selja með góðri auglýsingaherferð.
Það sem fór mest fyrir brjóstið á mér var að skv. bókinni á ég að hafa laðað að mér allt það slæma sem fyrir mig hefur komið um ævina.
Ef fólk deyr ungt t.d. í slysi þá hefur það fólk laðað að sér þær aðstæður, sama er sagt um sjúkdóma. Ungt fólk í blóma lífsins á að laða að sér krabbamein og/eða dauða t.d. í bílslysi af því það hugsaði ekki nógu góðar hugsanir.
Samkvæmt bókinni hefur fólk vaknað upp frá dauða vegna þess að það hugsar um að gera það. Kona ein á að hafa læknast af brjóstakrabba með því einu að hugsa um það daglega að hún væri læknuð.
Ég hef nú lesið blogg hjá nokkrum ungum konum sem hafa síðan dáið úr krabbameini og ég hef aldrei kynnst jafn jákvæðum, bjartsýnum, vongóðum og baráttuglöðum manneskjum, það skal enginn segja mér að þær hafi ekki hugsað um að ætla sér að sigra krabbann.
Bókin segir að sjúkdómar geti ekki náð fótfestu í heilbrigðum líkama, ég held að sjúkdómar herji jafnt á allt fólk, hvernig sem líkamlegt/andlegt ástand þeirra er. Það er sagt að ef þú býrð við skort, ert fórnarlamb aðstæðna eða sjúkdóma, er það vegna þess að þú trúir ekki á orkuna sem býr innra með þér.
Pabbi minn er einn af þeim sem hafði það fínt hér á árum áður, hann átti bát með kvóta sem hann réri sjálfur á og gekk vel. Allt í einu var kvótinn skorinn niður í 0 og það endaði með því að hann seldi bátinn fyrir einhverja aura og dugði samt ekki til fyrir skuldunum. Samkvæmt Leyndarmálinu á hann að hafa hugsað um auðæfi á meðan vel gekk en svo leyfði hann ótta að taka völdin og þá tapaði hann kvótanum. Það voru ekki hinir háu herrar Íslands sem settu hann á hausinn heldur hann sjálfur með neikvæðum hugsunum (skv.bókinni).
Ef mig langar að grennast á ég ekki að fara í megrun heldur hugsa um að ég sé komin í kjörþyngd og þá fara kílóin að fjúka af mér.
Ástæðan fyrir því að ég á ekki peninga er að ég loka fyrir flæði þeirra til mín með neikvæðum hugsunum. Ef ég er að drukkna í ógreiddum reikningum, á ég ekki að hugsa um leið til þess að borga þá heldur á ég að hugsa um að ég eigi pening fyrir þeim og líka fyrir öllu sem mig langar að kaupa mér. Ég á að ímynda mér að óopnaðir reikningarnir séu ávísanir.
Bókin er ekki alslæm, það eru nokkrar setningar í henni sem gripu mig eins og það að ég verði að elska sjálfa mig til þess að geta elskað aðra. Málið er bara það að ég vissi það nú þegar og hefði getað sparað mér 3.000 kr. með því að segja mér það sjálf.
Ég er byrjuð á hinni bókinni, vonandi verð ég jákvæðari gagnvart henni og þá fer kannski póstkassinn minn að fyllast af ávísunum (ekki gúmmí).
Akureyri
11.8.2008 | 22:00
Ég er bara ekki að nenna skrifa ferðasöguna, var án tölvu og internets í tvær vikur og saknaði þess ekkert sérstaklega.
Ferðin var fín, það var Mallorca veður allan tímann og ekki oft hægt að státa sig af því að vera úti að ganga í 18 stiga hita kl.11 að kvöldi til á Íslandi eða hvað ?
Við vorum mikið á ferðinni, keyrðum til Siglufjarðar á Síldarævintýrið meira segja. Ég var rosalega góð með mig og fór í Vínbúðina á Akureyri fyrir verslunarmannahelgina, keypti mér hvítvínsflösku og ætlaði að taka þátt í gleðinni þar á bæ.
Þessi hvítvínsflaska liggur inní ísskápnum mínum óopnuð. Ég fór alla leiðina norður til þess að fara í Vínbúð, geri aðrir betur (dýr flaska).
Við fórum 4 norður, þegar við vorum búin að vera í nokkra daga bættist í hópinn og svo meira um verslunarmannahelgina þannig að við vorum 13 þegar mest var. Mikið fjör, mikið gaman.
Mamma var auðvitað alveg stjórnlaus eins og vanalega, hún óð inní eina búð í göngugötunni, babblaði á einhverju hrognamáli og reif Evrur uppúr buddunni sinni, þóttist ekkert skilja afgreiðslustúlkuna, sem lét hana fá vöruna TAX FREE án þess að hafa hugmynd um hverrar þjóðar hún væri. Þegar út úr búðinni kom sendi mamma afgreiðslustúlkunni puttann og öskraði: Skítt með kerfið...................
Trúlegt að móðir mín gæti gert svona lagað. Ég bjó þessa sögu til þegar ég var að segja frá ferð okkar mömmu í miðbæ Akureyrar.
Á svæðinu var peningaplokkari dauðans, Tívolíið fræga. Miðinn búinn að hækka um 100% síðan síðast. Það kostaði allt að kr.800 fyrir 1 barn í tæki. Á nokkrum mínútum horfði ég á eftir peningum sem ég hafði verið þó nokkra klukkutíma að vinna fyrir. Ekki var það til þess að bæta það hvað starfsfólkið var yfir sig leitt á vinnu sinni, það stóð með súran svip og beið eftir að við drulluðum okkur heim svo þau gætu lokað búllunni.
Þetta var ævintýri sem geymt verður í minni en nú er alvaran tekin við, komin heim, farin að vinna aftur og bíða eftir Ljósanótt í Reykjanesbæ, alveg ákveðin í því að þá skal hvítvínsflaskan verða afmeyjuð (eða hvað haldið þið ?).
Home sweet home
8.8.2008 | 23:24
Við erum komin heim en ég er bara ekki komin í blogg-stuð ennþá. Er búin að vera í allt kvöld að rembast við að koma einhverjum myndum inn úr ferðinni. Gekk ekkert of vel en kom nokkrum frá mér.
Þið verðið bara að skoða myndirnar úr ferðinni þangað til ég nenni að skrifa um hana.
Mikið er nú samt gott að vera komin heim, okkur fannst samt eins og við værum að flytja aftur í íbúðina því við vorum svo til nýflutt inn áður en við fórum í þetta tveggja vikna ferðalag.
Meira seinna..........................