Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Afmæli
24.10.2008 | 14:56
Tvær merkiskonur eiga afmæli í dag. Hún Sigrún er 40 ára í dag, sendi henni hér með hamingjuóskir, hún er aftur orðin einu ári eldri en ég, erum búnar að vera jafngamlar í 10 daga.
Svo er það hún Björg amma mín sem á afmæli í dag og er orðin 92 ára. Óska henni til hamingju með daginn og þakka gott boð í veisluna í kvöld.
Það dettur engum í hug hvað verður á boðstólnum hjá henni í kvöld. Það verður Pizzaveisla
Hefur einhver farið í pizzaveislu hjá 92 ára gamalli konu ?
Hún amma mín er sérstök. Hún er ekki tilbúin að viðurkenna aldur sinn, þrammar upp stigana uppá þriðju hæð í heimsókn til mín af því að ég gleymi alltaf að heimsækja hana.
Fyrst að ég kem ekki til hennar, þá kemur hún til mín og gefur það ekkert eftir þó að hún sé alltaf með svima sem gæti nú valdið því að hún færi rúllandi niður þessar þrjár hæðir hjá mér.
Hún elskar Pizzu en þar fyrir utan er hún alltaf að passa línurnar og það fer ekki hvað sem er ofan í hana (ekki of mikið salt eða sykur) enda er hún tágrönn og ég mætti sko alveg taka hana mér til fyrirmyndar.
Hún segist alltaf vera löt, hún nenni ekki neinu. Ég er alltaf að reyna segja henni að hún sé ekki löt, bara 92 ára, en þó að hún segist vera löt er hún samt að prjóna, perla, vinna í gler, mála, spila vist og ég veit ekki hvað meira. Ég kalla það nú ekki leti miðað við aldur, eða hvað ?
Góða helgi og njótið þess að vera til
Við þurfum ekki vorkunn þeirra
17.10.2008 | 23:06
Til hvers þurftum við að komast í þetta sæti ? Getur einhver útskýrt það fyrir mér ? Hefði þetta sæti gefið mér betri laun, lægri matarverð, betri þjónustu, gert mig að betri manneskju, gefið mér almennt öryggi í lífinu, hjálpað börnunum mínum ?
Ef þetta var svona svaðlalega mikilvægt, afhverju hef ég þá ekki heyrt eina hræðu tala um þetta hingað til ?
Hún Ingibjörg getur komið í heimsókn til mín, ég á sæti handa henni og það er nokkuð öruggt, reyndar keypt í IKEA en það hlýtur að þola hana.
Á ekki bara að einbeita sér að því að laga hlutina hérna heima núna.
Bretar vorkenna Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Saga húsið í tvennt
9.10.2008 | 23:19
Söguðu húsið í tvennt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |