Við þurfum ekki vorkunn þeirra

Til hvers þurftum við að komast í þetta sæti ?  Getur einhver útskýrt það fyrir mér ?  Hefði þetta sæti gefið mér betri laun, lægri matarverð, betri þjónustu, gert mig að betri manneskju, gefið mér almennt öryggi í lífinu, hjálpað börnunum mínum ?

Ef þetta var svona svaðlalega mikilvægt, afhverju hef ég þá ekki heyrt eina hræðu tala um þetta hingað til ?

Hún Ingibjörg getur komið í heimsókn til mín, ég á sæti handa henni og það er nokkuð öruggt, reyndar keypt í IKEA en það hlýtur að þola hana.

Á ekki bara að einbeita sér að því að laga hlutina hérna heima núna.


mbl.is Bretar vorkenna Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Árnason

sæl systir, nei þetta sæti hefði ekki bætt laun þín eða lífskjör. Ég er feginn að við töpuðum þessu þar sem við erum of lítil þjóð til að eiga svona kostnaðarsamt sæti í ráði. Sætið hefði kallað á sérfræðiþekkingu í öryggismálum heimsbyggðarinnar og að koma upp slíku sérfræðingateymi og öllu sem því fylgir kostar enga smáaura. Við þurfum á hverri krónu hér heimafyrir og styrkja okkur hérna áður en við förum að reyna að hafa áhrif á umheiminn. Kostnaðurinn bara við framboðið var frá 500 milljónum króna

Árni Árnason, 18.10.2008 kl. 12:17

2 identicon

Æ já mér fannst þetta bull alveg frá upphafi að ætla að taka þátt í þessu - bara enn eitt dæmið um bullið í íslenskum stjórnvöldum (og öðrum íslendingum): ætla sér meira en þeir geta! Hefði nú verið nær að eyða þessum peningum í eitthvað hérna heima. Á maður ekki fyrst að taka til heima hjá sér áður en maður fer að skipta sér af öðrum? ;-)

Birna María (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 11:29

3 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Já það geta flestir boðið henni sæti úr sófum út Ikea eða RL vöruhúsi, þar á meðal ég, ég er með sófasett úr RL vöruhúsi og hún má alveg setjast þar ef húnn vill, ein það er bara gott að við komust ekki að þarna, þurfum á öllum okkar krónum að halda í dag :)

Guðborg Eyjólfsdóttir, 19.10.2008 kl. 20:59

4 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Fegin er ég, alls ekki tímabært núna.  RL er best. 

Elísabet Sigurðardóttir, 24.10.2008 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband