Pirruð piparkelling
16.9.2008 | 20:17
Það hefur verið eitthvað lítið um skrif hjá bloggaranum á þessari síðu.
Ástæðan er sú að ég er í fÝlu með stóru Ypsiloni.
Ég ætlaði að gera svo mikið á Ljósanótt, skapa skemmtilegar minningar, opna hvítvínsflöskuna mína og ég veit ekki hvað og hvað meira.
Nákvæmlega á föstudeginum lagðist ég í bólið með flensu
Mína eina upplifun af Ljósanótt var að skreppa á eina listasýningu á föstudagskvöldinu og sjá svo flugeldasýninguna á laugardagskvöldinu. That´s all. Þar fyrir utan lá ég heima í hræðilegri sjálfsvorkun, vond út í allt og alla fyrir að hafa smitað mig af þessari bévítans flensu.
Ég dröslaði mér í vinnu alla vikuna á eftir fyrir utan einn dag en steinlá svo alla síðustu helgi líka.
Sem sagt tvær góðar helgar farnar út í veður og vind....................
Til að bæta skapið eða hitt þó heldur er ég nú komin í þunglyndi í þokkabót eftir Reykjavíkurferð sem ég fór í dag. Þurfti að fara á skiptibókamarkað til þess að kaupa bækur fyrir ensku sem ég er að taka í fjarnámi.
Ég fór með fullt af bókum sem ég hafði keypt síðast þegar ég var í fjarnámi, þær voru bæði glænýjar og í toppstandi en ég fékk ekkert fyrir þær, var með þykka sálfræðibók sem ég hafði keypt nýja á tæpar 5.000 krónur, ég held að ég hafi fengið 1.500 fyrir hana, common.
Ég var alveg bandbrjáluð, var að kaupa bækur fyrir eitt fag, seldi bækur úr tveimur eða þremur fögum en stóð samt uppi með að þurfa borga 9.000 krónur. Ég fékk heilar 2.900 krónur fyrir bækurnar mínar allar.
Bækur fyrir þetta eina fag kostuðu 12.000 krónur og er það fyrir utan orðabækur og stílabækur, hvað er fólk eiginlega að borga sem er í fleiri fögum, hvernig hefur fólk efni á því að mennta sig í þessari peningakreppu sem vafrar yfir landinu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Róa sig niður vinan Hannes keypti bækur fyrir rúmlega 60.000 kr.
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir, 16.9.2008 kl. 22:23
Æ æ æ æ æ hvað ég vorkenni þér litla stelpa. Vona að þú sért orðin miklu betri í heilsunni og geðinu.
En skrítið hvað bækurnar eru metnar á lítið , ég er nokkuð viss um að Thelma Rut var að fá meira fyrir sínar.
Gangi þér ógeðslega vel í fjarnáminu, knús og kossar
P.s. Síðan er svaka flott.
Elísabet Sigurðardóttir, 17.9.2008 kl. 13:15
Æ það er hundfúlt að vera með flensu en þú ert þó allavega orðin nógu hress til að ná blóðþrýstingnum upp út af bókaútgjöldum !! Heehee! ;-)
Birna María (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 19:33
bækur er alveg skelfilega dýrar. Verst að Pólverjarnir voru fluttir þegar þú þurftir að eyða þessum tveim helgum heima, hefðir getað haft einhverja ánægju út úr þessu
Guðborg Eyjólfsdóttir, 19.9.2008 kl. 11:23
Já alveg ótrúlegt að þú skildir taka upp á því að vera veik á Ljósanótt !!! Þetta er eina helgin á ári sem maður á að vera við hestaheilsu elskan !
Árni Árnason, 19.9.2008 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.