Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Loksins
27.1.2009 | 23:03
Það er svo langt síðan ég bloggaði að ég ætlaði aldrei að muna lykilorðið mitt.
Ég hef verið á kafi í Facebókinni og haft mikið gaman af. Eini gallinn við það er hvað hún er svakalegur tímaþjófur.
Svo hef ég verið rosalega dugleg heima að laga, bæta og breyta. Þegar ég flutti í litlu íbúðina mína í júlí var áætlunin að vera þar bara í 2 - 3 mánuði því ég sótti um íbúð uppá Vallarheiði þar sem ég hafði ákveðið að fara þar í nám. Vegna þessa flutti ég bara það sem við þurftum á að halda í þennan stutta tíma og kom hinu fyrir í geymslu hjá mömmu, Adda bróðir og Björg systir.
Einn daginn fékk ég svo bréf um það að ég hafi ekki fengið íbúð þar sem ég vildi fara í fjarnám en ekki dagskóla. Þá voru góð ráð dýr, hvað átti að gera við allt dótið sem var út um allt í geymslu og hvernig átti að koma því fyrir í 2ja herbergja íbúð.
Ég er á kafi upp fyrir haus að reyna tilfæra til þess að koma því sem okkur langar að eiga fyrir og ætla svo að reyna losa mig við restina einhvern veginn, þetta eru bara dauðir hlutir hvort sem er. En þvílík vinna, keyra og sækja kassa, bera þá uppá 3 hæð, fara í gegnum þá, pakka niður því sem ekki á að vera í íbúðinni og bera þá aftur niður af 3 hæð í geymslu.
Það er sko engin hætta á því að ég þurfi að eyða pening í einhverja líkamsrækt þessa dagana því ég fæ hana ókeypis.
Svo var Birna Dögg hætt að nota kojuna sína, svo ég tók hana í sundur og pakkaði henni niður, keypti handa henni skáp með skrifborði í staðinn, setti hann saman og útbjó fyrir hana smá herbergi í stofunni þar sem hún hefur sitt athvarf þessi elska. Það er alveg ótrúlegt hvað hún hefur tekið vel í það að hafa ekkert herbergi fyrir sig og að þurfa sofa í stofunni með mömmu gömlu því prinsinn okkar er með svefniherbergið.
En sem sagt, nóg að gera og ég get sýnt sárin á höndunum því til sönnunar. Hér í kotinu mínu er allt að gerast eins og í þjóðfélaginu líka sem ég ætla ekkert að fara ræða hér.
Jæja Óla mín ég vona að þú sért ánægð með mig núna, ég er loksins búin að blogga. Vona að þú sért búin að jafna þig eftir Noru.