Sunnudagsrúnturinn

16 ára sonurinn fann engan karlkyns fjölskyldumeðlim í dag á lausu til þess að taka rúnt með hann á grænu þrumunni hans Sick

Þá var leitað til mömmu gömlu, hún er víst betri en enginn.

Ég ákvað að taka nokkra rúnta með hann á Hafnargötunni.

Mér leið eins ég væri 16 ára að læra keyra hjá pabba gamla, hann byrjaði á tilkynna mér það að ég yrði að setja bílinn rétt í gang því annars myndi ég gera hann að fífli, mamma þú verður að þenja bílinn í botn um leið og þú startar annars fer hann ekki í gang.  Já, já, ókei, svaraði ég pirruð og hugsaði með mér, hvað er 16 ára barn að segja mér hvernig á að starta bíl Angry

Mér mistókst þetta auðvitað og bíllinn fór ekki í gang fyrr en á öðru starti, drengurinn skammaðist sín svo, það lá við að hann færi út úr bílnum og öskraði á bílaplaninu: "Það var MAMMA sem var að starta bílnum mínum, ekki ég."

Svo var lagt í Hafnargötuna með sínum 10 hraðahindrunum eða eitthvað þar um bil.  Bíllinn fer alls staðar upp undir svo að það verður að fara yfir hverja hindrun á -5.  Ég gaf smá í og ætlaði svo að negla niður við fyrstu hraðahindrun þá heyrði ég angistaróp frá unglingnum mínum.  MAMMA, hvað ertu að gera ? Ætlaru að taka allt undan bílnum ?  Þú verður að bremsa, ná hraðanum niður og vera svo búin að sleppa bremsunni áður en þú ferð yfir hindrunina.  Ertu gengin af göflunum kona ?

Ég lofaði öllu fögru og reyndi að keyra eins og manneskja það sem eftir var af rúntinum, skáskaut augunum annað slagið á unglinginn minn og hugsaði með mér: Hvernig komst ég í þessa stöðu, ég er að verða fertug og hef hingað til ekki lent í óhappi sem ég man eftir.  Allt í einu er 16 ára barn farið að segja mér hvernig ég á að keyra.  Hvar endar þetta ?

Ég náði að klára sunnudagsrúntinn slysalaust en þegar heim kom var ég hálfgerð taugahrúga eftir þessa kennsluferð svo ég tali nú ekki um hausverkinn sem ég var með eftir þessa líka yndislegu tónlist sem var spiluð í botni allan rúntinn þ.e. þegar ungi maðurinn var ekki að segja mér til. 

087


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Þegar eggið er farið að kenna hænunni......... þá er maður orðinn gamall .

Knús í krús

Láttu mig vita næst þegar þið farið á rúntinn, ég ætla að fylgjast með.  Talandi um rúntinn........mannstu forðum daga???

Elísabet Sigurðardóttir, 29.9.2008 kl. 01:07

2 Smámynd: Árni Árnason

hahahahahahah !!!! vá hann er líka svona við mig þegar ég hef tekið hann rúnt á bílnum !!!  ég held að eina skiptið sem þú hefur lent í einhverju var þegar þú rispaðir bílinn þinn eftir að hafa snögghemlað í hálku og nuddaðist utan í umferðarskilti - þetta gerðist allt til að koma í veg fyrir að keyra á fugl! Það sýnir bara hvað þú ert góð manneskja, hafðir ekki hjarta í að keyra yfir fuglskvikindið ehheeh

P.s. mér finnst að þú ættir að fá grænu þrumuna lánaða og bjóða Ólöfu rúnt á honum heheheheh

Árni Árnason, 29.9.2008 kl. 01:29

3 Smámynd: Guðrún Hafdís Bjarnadóttir

Já ég er sammála Möggu, er ekki komin tími á séns gamla mín   þú ert nú að verða fertug eftir 15daga   Ertu búin að opna hvítvínsflöskuna? Ef ekki þá tekur þú tappann úr á afmælisdaginn .

Guðrún Hafdís Bjarnadóttir, 29.9.2008 kl. 18:28

4 Smámynd: Elenora Katrín Árnadóttir

Nú fer ég að gráta Guðrún

Ég verð 39 ára eftir 15 daga, það er heilt ár í 40 árin, en það mátti alveg lesa út úr greininni minni að ég væri að verða 40 núna bráðum þannig að ég fyrirgef þér þetta.

Ég er enn að horfa á hvítvínsflöskuna mína, spurning hvort að það verði tækifæri til að opna hana næstu helgi, við Margrét erum að fara á haustfögnuð í vinnunni.

Þetta með sénsinn ætla ég bara að salta, ég er að kveikja á perunni með það að Prinsinn á hvíta hestinum er víst bara til í skáldsögu.

Elenora Katrín Árnadóttir, 29.9.2008 kl. 19:48

5 Smámynd: Guðrún Hafdís Bjarnadóttir

Sorry skvís sleppum fimmtugsaldinum í bili . Heyrðu verð víst að vera sammála þér að "Prinsinn á hvíta hestinum er bara til í skáldsögunum" . Er hætt að leita, hummmm ég hef víst ekkert verið að leita .

Guðrún Hafdís Bjarnadóttir, 29.9.2008 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband