Akureyri

Ég er bara ekki að nenna skrifa ferðasöguna, var án tölvu og internets í tvær vikur og saknaði þess ekkert sérstaklega.

Ferðin var fín, það var Mallorca veður allan tímann og ekki oft hægt að státa sig af því að vera úti að ganga í 18 stiga hita kl.11 að kvöldi til á Íslandi eða hvað ?

Við vorum mikið á ferðinni, keyrðum til Siglufjarðar á Síldarævintýrið meira segja.  Ég var rosalega góð með mig og fór í Vínbúðina á Akureyri fyrir verslunarmannahelgina, keypti mér hvítvínsflösku og ætlaði að taka þátt í gleðinni þar á bæ. Tounge

Þessi hvítvínsflaska liggur inní ísskápnum mínum óopnuð.  Ég fór alla leiðina norður til þess að fara í Vínbúð, geri aðrir betur (dýr flaska).

Við fórum 4 norður, þegar við vorum búin að vera í nokkra daga bættist í hópinn og svo meira um verslunarmannahelgina þannig að við vorum 13 þegar mest var.  Mikið fjör, mikið gaman.

Mamma var auðvitað alveg stjórnlaus eins og vanalega, hún óð inní eina búð í göngugötunni, babblaði á einhverju hrognamáli og reif Evrur uppúr buddunni sinni, þóttist ekkert skilja afgreiðslustúlkuna, sem lét hana fá vöruna TAX FREE án þess að hafa hugmynd um hverrar þjóðar hún væri.  Þegar út úr búðinni kom sendi mamma afgreiðslustúlkunni puttann og öskraði: Skítt með kerfið...................Devil

Trúlegt að móðir mín gæti gert svona lagað.  Ég bjó þessa sögu til þegar ég var að segja frá ferð okkar mömmu í miðbæ Akureyrar.

Á svæðinu var peningaplokkari dauðans, Tívolíið fræga.  Miðinn búinn að hækka um 100% síðan síðast.  Það kostaði allt að kr.800 fyrir 1 barn í tæki.  Á nokkrum mínútum horfði ég á eftir peningum sem ég hafði verið þó nokkra klukkutíma að vinna fyrir.  Ekki var það til þess að bæta það hvað starfsfólkið var yfir sig leitt á vinnu sinni, það stóð með súran svip og beið eftir að við drulluðum okkur heim svo þau gætu lokað búllunni.

Þetta var ævintýri sem geymt verður í minni en nú er alvaran tekin við, komin heim, farin að vinna aftur og bíða eftir Ljósanótt í Reykjanesbæ, alveg ákveðin í því að þá skal hvítvínsflaskan verða afmeyjuð (eða hvað haldið þið ?).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Árnason

Það er nú gott að vita að maður getur fengið hvítvínsglas hjá þér þegar maður kemur í heimsókn á ljósanótt ! eheheh Já það var ekkert smá gott veður fyrir norðan og Akureyri er sjarmerandi bæjarfélag

Árni Árnason, 13.8.2008 kl. 02:55

2 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Vúhú, hvítvín frá Akureyri er örugglega miklu betra.   Þessi Tívolí eru ekki í lag, maður reynir bara að forðast þau eins og heitan eldinn, þetta er gengið út í algera vitleysu þetta verð.

Frábært hvað þú fékkst gott veður og góða ferð. 

Knús og kram

Elísabet Sigurðardóttir, 13.8.2008 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband