Törn
21.7.2008 | 23:24
Nokkur orð hér, bara til þess að láta vita af mér ef einhver hefur áhuga
Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér, búin að standa úti á svölum í nokkra daga, reyndar með bakið í sólina þannig að ég get ekki státað mig af sólbrúnku.
Ég tók allt kítti af gluggum og skipti út fyrir nýtt, skipti út nokkrum gluggalistum líka, skrapaði gamla málingu og málaði. Það eru bara þrír gluggar á íbúðinni en samt náði ég bara að taka tvo áður en rigningin blessuð birtist og náði bara að mála eina umferð þannig að það er helling eftir enn.
Svo um leið og fór að rigna settist ég niður við saumavélina og saumaði Víkingabúning á Birnu Dögg (sjá í myndum).
Litla barnið mitt er að fara í fyrramálið til Akureyrar á Landsmót skáta, hún verður í heila viku og ég verð nú bara að segja það að ég er ansi stressuð yfir þessu öllu saman. Birna Dögg er mjög hress með þetta og ég reyni að láta hana ekki sjá hvað mér líður illa
Jæja, þetta er nú ekki svo rosalegt því ég fer til Akureyrar á föstudaginn. Ég hélt að þá gæti ég farið til hennar og kysst hana í kaf, þvegið fötin hennar, tekið til í tjaldinu hennar og breitt yfir hana þegar hún fer að sofa.
Nei, nei, nei, það má ég ekki sögðu skátaforingjarnir. Alveg bannað, ég má koma á opinn dag á laugardaginn en ég má ekkert dekra við hana og svo þarf ég að hypja mig út af svæðinu þegar dagskráin er búin. Krakkarnir eiga að gera allt sjálf og á meðan Landsmót stendur yfir á ég ekkert í blessaða barninu
Þetta verður erfitt en ég verð með mömmu og Friðrik minn með mér þannig að ég hef víst nóg annað að gera, ha ha, ha.
Við erum sem sagt að fara til Akureyrar og verðum þar í tvær vikur takk fyrir, komum aftur heim 8.-10.ágúst.
Þið notið bara tímann til þess að hvíla ykkur á mér og mínu bloggi, svo kem ég blaðrandi aftur á bloggið þegar ég kem heim.
Hafið það sem allra best
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Guðrún (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 09:04
Geggjaður búningurinn hjá þér. Inga systir var einmitt að sauma á sína eldri með blárri svuntu, Þetta eru nú meiri pæjurnar. Þið hittist örugglega á Akureyri.
Veistu það Ella að við vorum akkúrat að gera það sama við gluggana okkar. Skrapa, pússa og grunna, það á svo eftir að lakka þá alla. Ekki það skemmtilegasta .
Reyni að kíkja á þig fyrir helgi, ég verð bílandi í þessari viku allavega.
Elísabet Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 10:11
hæ já ég trúi því að það hafi verið erfitt að sleppa snúllunni einni í ferðalagið. Búningurinn er flottur og ég verð eigilega að viðurkenna það að ég var að verða þreyttur að fylgjast með þér þarna á svölunum ehheheh
Árni Árnason, 23.7.2008 kl. 03:57
Jamen góða ferð á Akureyri og passaðu þig á þessum norðlensku víkingum.... En hvaða voða myndarskapur er þetta í saumamennskunni!!! mamamama...bara á ekki til orð....ekkert smá flottur.
barainga (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 06:47
Flottur búningur,,,mín bara myndarleg
Ég þarf svo að taka allt í gegn á mínum svölum, það er að segja gluggalista og svo þarf ég að flísaleggja líka. Þetta verður verkefni ágústmánaðar.
Njóttu þín á Akureyri
Ásgerður , 26.7.2008 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.