Klakar
15.7.2008 | 15:52
Ákvað að koma með fáránlega umræðu
Í nokkur ár hef ég haft tvöfaldan ísskáp með klakavél og öllum græjum en við skilnað missti ég hann úr höndunum og er nú með gamlan og góðan ísskáp í láni frá foreldrum mínum.
Nú það varð til þess að ég fór og keypti mér klakapoka til þess að búa til klaka.
Viti menn, það er búið að uppfæra gömlu góðu klakapokana. Þessir sem ég keypti eru í bláum lit og það þarf ekkert að binda fyrir þegar búið er að fylla þá af vatni heldur skella þeim á hvolf og þá rennur vatn í eitthvað hólf og lokar fyrir. Þvílíkar framfarir.
Hver ætli sé að vinna við það að hugsa um það alla daga hvernig er hægt að uppfæra klakapoka
Ætli það sé vel launað starf ?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég var einmitt að kaupa svona um daginn og ekki fattaði ég þetta. Ég batt allt samviskusamlega saman, dem....
Góð umræða hjá þér og mjög brýn, ekki hefði ég fattað þetta öðruvísi allavega , maður ræðir þessa hluti aldrei við neinn. Allt of bælt í þjóðfélaginu. Örugglega er hámenntaður eðlisfræðingur í þessu starfi að sprengja í sér heilann við þetta hahaha.
Ég samhryggist innilega með ísskápinn, ég veit hvað maður getur tengst þessum elskum. Minn er allavega oft besti vinur minn.
Luv ya
Elísabet Sigurðardóttir, 15.7.2008 kl. 19:04
Já dóttir mín kaupir þessa poka, þeir eru algjör snilld en ég nenni ekki að setja vatn í pokana heldur notfæri mér aðstöðu mína og fæ mér klaka í vinnunni það er nefnilega tvöfaldur ískápur með klakavél þar .
Guðrún (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 17:06
Já það er pottþétt að það eru nokkrir sem sitja og velta þessu fyrir sér daginn út og daginn inn !!! Hlýtur að vera spennandi dagar í vinnunni hjá þeim ! hehehe Eg er búinn að fjárfesta í nokkrum grímubúningum í von um að geta fíflast eitthvað hérna heima án þess að fá sms við minnsta tækifæri frá forvitnum nágrönnum ! hahahaha
Árni Árnason, 17.7.2008 kl. 13:36
Það þarf ekki að samhryggjast mér vegna ísskápsins, ég sé ekkert eftir honum, hann er dauður hlutur fyrir mér
Ég veit að ég er þreytandi nágranni en sem betur fer er fríið bráðum búið hjá mér og þá get ég bara fylgst með þér á kvöldin
Elenora Katrín Árnadóttir, 17.7.2008 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.