Kolagrill

Ég er búin að fatta þetta með mömmu Guðborgar og hundinn, ég held að Steini bróðir Guðborgar eigi hundinn, getur það ekki verið rétt.

En annars þá bý ég í Heiðarhvammi en ég er að bera út í Heiðarholti.

Ég ákvað um 6 leytið í dag að prófa nýja, flotta, ódýra kolagrillið sem ég keypti á svalirnar mínar.  Mig minnti nú alveg hvernig pabbi hafði gert þetta í (gamla daga) og mér gekk ágætlega að koma eld í kolin.  Ég var varla búin að kveikja upp þegar byrjaði að rigna, þar sem ég er á 3 hæð er ekkert skjól og það slokknaði stanslaust í draslinu. 

Mín var orðin nokkuð pirruð á þessu, var að reyna halda lokinu yfir svo ekki rigndi á kolin en var um leið að hella kveikjilögi á þannig að það gaus upp eldur með þvílíkum látum að ég var heppin að kveikja ekki í hárinu á mér, svo bara datt allt í dúnalogn jafnóðum.

Svona gekk þetta í 1 klukkutíma þá gafst mín upp og henti kjötinu í bakaraofninn.

Borðaði kl.21:00, orðin svo svöng og pirruð að ég naut ekki einu sinni matarins.

Svo komu mamma og Björg systir í heimsókn um kl.22,  þær voru búnar að sitja svolitla stund þegar mamma spyr hvaða lykt þetta sé. 

Það veit ég ekkert um en fer út á svalir að gá.  Viti menn, kolin í grillinu voru orðin grá og rauðglóandi, hætt að rigna, logn úti og ég hefði geta steikt heilt naut á grillinu.

Var að hugsa um að halda þá bara miðnætur-grillveislu en nennti því ekki.  Svo kl.1 í nótt þurfti ég að hella vatni á kolin því þau voru enn rauðglóandi. W00t

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Hey ég kem núna í grill, ekkert mál að endurlífga kolin aftur.

Oh en hvað þetta lýsir þér nú vel seinheppna dúllan mín.

Knús og kremja

Elísabet Sigurðardóttir, 12.7.2008 kl. 02:31

2 identicon

Ég átti einu sinni kolagrill og þá verður maður auðvitað að eiga kol og þennan fjandans vökva sem maður sprautar yfir kolin og aldrei ætlar að heppnast að kveikja í, það fór svo í pirrurnar á mér að núna kaupi ég einnota grill (með kolum og kveikilegi) sem ég svo fleygi eftir notkun jesssss  frábært

Guðrún (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 10:55

3 Smámynd: Ásgerður

Það getur alveg passað að Steini eigi hundinn. Sé þig alveg fyrir mér við grillið , lang best að fá sér bara gasgrill,,ég grilla í öllum veðrum ekki málið, og er samt á þriðju hæð

Velkomin í hverfið Ella

Ásgerður , 12.7.2008 kl. 12:03

4 identicon

hahahahahaaaa...ég sver´ða....mamma dó næstum úr hlátri hérna þegar ég var að lesa söguna þína og hún ældi því útúr sér að hún Ella Kata væri líklegast alveg einsog pabbi sinn.......

Bestu kveðjur, ég og allir sem eru í heimsókn......

barainga (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 15:14

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ella; ekki hlusta á Ásgerði; kolagrillin rokka feitt

Skemmtileg færsla. 

Heiða Þórðar, 15.7.2008 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband