Bjössaróló

Mikið fagnaðar fréttir las ég í blöðum dagsins.  Orkuveita Reykjavíkur hefur ákveðið að leggja fram tvær milljónir króna til að endurbyggja hinn fræga Bjössaróló í Borgarnesi.

Ég hef farið reglulega þangað síðan krakkarnir mínir voru lítil og það hefur alltaf verið jafn gaman að fara þangað með þau.  Það er ekki hægt að fara í Borgarnes öðruvísi en að skreppa á Bjössaróló.

Það var skemmtilegast að fara þangað þegar Björn Guðmundsson sá sjálfur um völlinn, þá voru tækin alltaf í toppstandi, alltaf nýmáluð í öllum regnbogans litum en eftir að hann hætti er eins og tækin hafi dáið, síðast þegar ég fór þangað fann ég ekki þessa hlýju tilfinningu sem ég fann alltaf fyrir þegar ég sá þennan fallega heimasmíðaða leikvöll.

Ég vona bara að hægt verði að laga völlinn og gera hann aftur eins og hann var á dögum Björns Guðmundssonar.  Það er óvirða við hann að geta ekki haldið vellinum við og haft hann heilann.  Ef að Björn gat séð um völlinn einn og óstuddur þá hlýtur bæjarfélagið að geta hugsað um hann á sama hátt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Verð að sjá þennan völl þegar við brunum þarna framhjá, ég hef aldrei heyrt um hann. 

Verð að heyra í þér fljótlega!!!  Smá plan í gangi

Elísabet Sigurðardóttir, 9.7.2008 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband