Sko Jóa frænda okkar

Auðvitað hugsar Jói frændi um okkur litla fólkið.  Jói er frændi okkar allra því hann hugsar svo vel um okkur.

Ég bara veit ekki hver á Krónuna en ég er alveg viss um að hann er líka frændi minn og okkar allra.

Ég verð nú samt að segja það að eitthvað hefur verðið hækkað samt á öllum þessum stöðum, ég tek sem dæmi barnaafmæli.  Í gegnum árin hefur það alltaf kostað mig í kringum 10.000 kr. að kaupa hráefni í Bónus fyrir afmæli dóttur minnar en núna í júní kostaði það mig tæpar 17.000 kr.  Ég er yfirleitt að kaupa sömu hlutina en það getur vel verið að ég hafi keypt eitthvað öðruvísi þetta árið, en það er þó ekki mikil breyting á innkaupum mínum fyrir þessi afmæli.

Það er gott að heyra að einhver skuli vera lækka vöruverð í þessari kreppu.

Áfram Jói.....Grin


mbl.is Bónus og Krónan lækka vöruverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kostar mig 2000kr að keyra á Ísafjörð ( 50km) og versla í matinn það er nefnilega engin búð á Þingeyri, fer einu sinni í viku. Þegar ég fór í Bónus á Ísafirði á mánudaginn átti ég ekki til orð það var ekki til eitt einasta brauð nema pulsubrauð, ekki hvít egg bara brún og kostaði pakkinn á fimmta hundrað, ekki hveiti nema bara spelt og bara tveggja kílóa pokar af strásykri hvað er eiginlega að ske? verð að viðurkenna að ég varð frekar fúl yfir þessu.

Guðrún (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 22:43

2 identicon

50 km að keyra í búð, ég á ekki til orð.  Ég veit ekki hvort ég gæti búið svona, svei mér þá.  Heyrðu annars það eru um 55 km til Reykjavíkur og áður en Bónus kom suður keyrði ég til Reykjavíkur í Bónus þannig að þetta er ekki svo vitlaust eftir allt saman, vá hvað maður er fljótur að gleyma.

Ella Kata (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 00:24

3 identicon

Já það er nú rétt....maður keyrði í Hafnarfjörðinn til að versla í Bónus 1x í viku og restina keypti maður í Fjarðarkaup!  þetta margborgaði sig þá allavega, ekki kanski í dag miða við hvað bensínliterinn er dýr

En Jói frændi og félagar eru besta launahækkun sem komið hefur við landan, allavega ekki þessi félaög sem borgað er í við hvern launaseðil!!

Góða helgi, og sumarfrí já....sjálfsagt ertu byrjuð að sleikja sólina á milli pappakassa...

barainga (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 08:26

4 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Ó já maður finnur heldur betur fyrir þessu.  Þetta er að sliga allmargar fjölskyldur.  Vonandi halda þeir áfram þessir frændur okkar að gera betur fyrir okkur.

Knús og kossar, vona að allt gangi vel hjá ykkur dúllan mín.

P.s. kassavinurinn er fluttur út á land og gat ekkert gert fyrir mig.

Elísabet Sigurðardóttir, 23.6.2008 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband