Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Sunnudagsrúnturinn

16 ára sonurinn fann engan karlkyns fjölskyldumeðlim í dag á lausu til þess að taka rúnt með hann á grænu þrumunni hans Sick

Þá var leitað til mömmu gömlu, hún er víst betri en enginn.

Ég ákvað að taka nokkra rúnta með hann á Hafnargötunni.

Mér leið eins ég væri 16 ára að læra keyra hjá pabba gamla, hann byrjaði á tilkynna mér það að ég yrði að setja bílinn rétt í gang því annars myndi ég gera hann að fífli, mamma þú verður að þenja bílinn í botn um leið og þú startar annars fer hann ekki í gang.  Já, já, ókei, svaraði ég pirruð og hugsaði með mér, hvað er 16 ára barn að segja mér hvernig á að starta bíl Angry

Mér mistókst þetta auðvitað og bíllinn fór ekki í gang fyrr en á öðru starti, drengurinn skammaðist sín svo, það lá við að hann færi út úr bílnum og öskraði á bílaplaninu: "Það var MAMMA sem var að starta bílnum mínum, ekki ég."

Svo var lagt í Hafnargötuna með sínum 10 hraðahindrunum eða eitthvað þar um bil.  Bíllinn fer alls staðar upp undir svo að það verður að fara yfir hverja hindrun á -5.  Ég gaf smá í og ætlaði svo að negla niður við fyrstu hraðahindrun þá heyrði ég angistaróp frá unglingnum mínum.  MAMMA, hvað ertu að gera ? Ætlaru að taka allt undan bílnum ?  Þú verður að bremsa, ná hraðanum niður og vera svo búin að sleppa bremsunni áður en þú ferð yfir hindrunina.  Ertu gengin af göflunum kona ?

Ég lofaði öllu fögru og reyndi að keyra eins og manneskja það sem eftir var af rúntinum, skáskaut augunum annað slagið á unglinginn minn og hugsaði með mér: Hvernig komst ég í þessa stöðu, ég er að verða fertug og hef hingað til ekki lent í óhappi sem ég man eftir.  Allt í einu er 16 ára barn farið að segja mér hvernig ég á að keyra.  Hvar endar þetta ?

Ég náði að klára sunnudagsrúntinn slysalaust en þegar heim kom var ég hálfgerð taugahrúga eftir þessa kennsluferð svo ég tali nú ekki um hausverkinn sem ég var með eftir þessa líka yndislegu tónlist sem var spiluð í botni allan rúntinn þ.e. þegar ungi maðurinn var ekki að segja mér til. 

087


Geðveikur

Þessi er geðveikt góður ........................W00t

Það hefði verið gaman að vera fluga á vegg þegar karlinn fékk gleðitíðindin.


mbl.is 71 árs karl ófrískur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BJÖRN BJARNASON

Hér með skora ég á Björn Bjarnason að segja af sér strax.  Hann er með sinni framkomu búinn að kalla ógæfu yfir okkur Suðurnesjabúa sem seint eða aldrei verður bætt.

Hér með skora ég á flokksbræður hans að taka sig til og stöðva manninn strax áður en hann gerir fleiri heimskulegar vitleysur í skjóli flokksins.

Hér með skora ég á alla ráðamenn landsins að biðja Jóhann og hans menn afsökunar á framkomu ráðherra og bjóða þeim störf sín áfram með gulli og grænum skógum.

Þetta má ekki gerast.

Hvar eru sveitarstjórnarmenn Suðurnesja, afhverju gerið þið ekkert, ég hef ekki séð neina grein frá ykkur, eru sveitarstjórnir á Suðurnesjum sáttar við þessi vinnubrögð ráðherra ?  Er það afþví að hann er réttu megin í pólitík ? Hvað er að ?

Ég veit það allavega með mig að ég kem aldrei á ævinni til með að kjósa þann stjórnmálaflokk sem þessi ráðherra tilheyrir ef enginn gerir neitt í þessu máli.  Þakka ykkur kærlega fyrir kæru stjórnmálamenn sem alltaf eruð til í allt þegar kosningar eru í gangi en farið svo svona með okkur.

ÞETTA ER GEYMT EN EKKI GLEYMT Angry


mbl.is Flótti úr lögreglu Suðurnesja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglustjórinn

Möppudýr sem aldrei hafa gert neitt sem gæti orðið til þess að jakkafötin þeirra krumpist eða nögl brotni.  Möppudýr sem eru í fullri vinnu við að reikna út launin sín, finna út hjá hvaða aumingjum er hægt að skera niður hjá til þess að þeir geti réttlætanlega hækkað sín eigin laun og fríðindi.

Ég held að þessi möppudýr ættu að koma suður til Keflavíkur og eyða nokkrum vikum í vinnu með Jóhanni og hans mönnum.

Á að fara reka manninn fyrir að fara framúr fjárhagsáætlun ?  Það getur ekki verið ástæðan, kannski er hann of kröfuharður á möppudýrin um að þau vinni vinnuna sína.

Á að auglýsa stöðuna hans og reyna fá eitthvað möppudýrs-undirlag í hana sem lætur vel af stjórn og gerir allt sem möppudýrin í ráðuneytinu skipa um, jafnvel þó að þessi ráðuneytis-möppudýr viti ekkert um hvað þau eru að tala/skipa fyrir um.

Ég er bara venjuleg kona.  Þekki ekki möppudýrin í Reykjavík en hef heyrt þau tala í fjölmiðlum og finnst þau oft frekar vitlaus í ákvörðunum sínum gagnvart okkur þjóðinni.  Mér finnst oft vera teknar ákvarðanir um hluti án þess að þau hafi nokkuð vit á þeim og þeirra leið er alltaf besta leiðin, sama hvað okkur litla fólkinu finnst.

Síðan Jóhann tók við þessu embætti hefur verið gífurleg breyting hérna, finnst mér, lögreglan er miklu sýnilegri og mér finnst hann vera harður/ákveðinn í að gera góða hluti, svo ég tali nú ekki um að hann virðist ekkert taka á krimmum með silkihönskum.  Svoleiðis eiga hlutirnir að vera.

Ég vil búa í bæ þar sem mér og börnunum mínum er óhætt.  Ef það kostar að auka verði framlagið til lögregluembættisins þá er þetta í eitt af þeim fáu skiptum sem ég er sátt við að farið sé fram úr fjárlögum.

Hvernig væri nú að taka sig til og safna undirskriftum til þess að mótmæla því að Jóhann R. Benediktsson verði látinn fara ?

 


mbl.is Skipt um lögreglustjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pirruð piparkelling

Það hefur verið eitthvað lítið um skrif hjá bloggaranum á þessari síðu.

Ástæðan er sú að ég er í fÝlu með stóru Ypsiloni.

Ég ætlaði að gera svo mikið á Ljósanótt, skapa skemmtilegar minningar, opna hvítvínsflöskuna mína og ég veit ekki hvað og hvað meira.

Nákvæmlega á föstudeginum lagðist ég í bólið með flensu Crying

Mína eina upplifun af Ljósanótt var að skreppa á eina listasýningu á föstudagskvöldinu og sjá svo flugeldasýninguna á laugardagskvöldinu.  That´s all.  Þar fyrir utan lá ég heima í hræðilegri sjálfsvorkun, vond út í allt og alla fyrir að hafa smitað mig af þessari bévítans flensu.

Ég dröslaði mér í vinnu alla vikuna á eftir fyrir utan einn dag en steinlá svo alla síðustu helgi líka.

Sem sagt tvær góðar helgar farnar út í veður og vind....................

Til að bæta skapið eða hitt þó heldur er ég nú komin í þunglyndi í þokkabót eftir Reykjavíkurferð sem ég fór í dag.  Þurfti að fara á skiptibókamarkað til þess að kaupa bækur fyrir ensku sem ég er að taka í fjarnámi.

Ég fór með fullt af bókum sem ég hafði keypt síðast þegar ég var í fjarnámi, þær voru bæði glænýjar og í toppstandi en ég fékk ekkert fyrir þær, var með þykka sálfræðibók sem ég hafði keypt nýja á tæpar 5.000 krónur, ég held að ég hafi fengið 1.500 fyrir hana, common.

Ég var alveg bandbrjáluð, var að kaupa bækur fyrir eitt fag, seldi bækur úr tveimur eða þremur fögum en stóð samt uppi með að þurfa borga 9.000 krónur.  Ég fékk heilar 2.900 krónur fyrir bækurnar mínar allar.

Bækur fyrir þetta eina fag kostuðu 12.000 krónur og er það fyrir utan orðabækur og stílabækur, hvað er fólk eiginlega að borga sem er í fleiri fögum, hvernig hefur fólk efni á því að mennta sig í þessari peningakreppu sem vafrar yfir landinu.

 


Frá Önnu móðursystir

Besti ljóskubrandari sem ég hef heyrt! 
 
Tveir starfsmenn spilavítis stóðu við spilaborð þegar ákaflega hugguleg ljóska kom aðsvífandi og kvaðst ætla að veðja 20.000 dollurum á eitt númer í borðinu. "Ég vona að ykkur sé sama" sagði ljóskan, "en ég er alltaf heppnari þegar ég er nakin" og þar með svipti hún sig klæðum, studdi á spilahnapp og skrækti "nú er lag, mig vantar ný föt!"
Síðan hoppaði hún hæð sína og hrópaði
"Yes, yes, ég VANN, ÉG VANN!", þreif fötin sín ásamt öllum peningunum sem voru á borðinu og hvarf á braut.

Gjafararnir störðu undrandi hvor á annan, að endingu gat annar þeirra  stunið upp: "Á hvaða tölu veðjaði hún?"
Hinn svaraði: "Það veit ég ekki, varst þú ekki að fylgjast með því?"

 
LÆRDÓMUR: Ljóskur eru ekki allar heimskar, EN karlmenn eru og verða KARLMENN!

Pólsk ánægja

Í tvo mánuði hef ég haft góða ástæðu til þess að rífa mig upp kl.6 á morgnana en í morgun var eins og veröld mín brotnaði í marga mola og nú sit ég hér og hugsa með skelfingu um það hvernig ég eigi að fara að því að rífa mig á fætur í fyrramálið.

Í blokkinni sem ég horfi beint á út frá eldhúsglugganum mínum hafa búið tveir athyglissjúkir pólverjar sem hafa fangað mína athygli svo um munar.

Þeir eru í sitthvoru herberginu og draga hvorugir fyrir gluggana sína.  Á morgnana hef ég keppst við að fara á fætur til þess að fylgjast með þeim vakna.

Þeir eru berir að ofan, byrja á að ganga út að glugganum , líta út, teygja úr sér (muhaaaaa) og annar þeirra gerir gott betur, hann tekur morgun æfingar (bara fyrir mig) og allar hinar kerlingarnar í blokkinni InLove

Þetta hefur haldið mér vel vakandi á morgnana og kemur mér í gott skap fyrir daginn.

En í dag 1.sept (mánaðarmót) var allt dautt þegar ég leit út, íbúðin virtist vera tóm, hvar eru þeir ? Hvert fóru þeir ?  Það er ekki verið að láta mig vita af þessu, ég þurfti að fara í vinnuna án þess að sjá bert hold karlmanns og dagurinn var alveg ónýtur hjá mér.

Ekki get ég ímyndað mér hvað rekur mig á fætur núna.  Ég bíð spennt eftir næstu íbúum íbúðarinnar og vona svo sannarlega að þeir verði jafn athyglissjúkir og fyrirverar þeirra.

Kveðja frá piparkerlingunni í blokkinni Kissing


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband