Lögreglustjórinn

Möppudýr sem aldrei hafa gert neitt sem gæti orðið til þess að jakkafötin þeirra krumpist eða nögl brotni.  Möppudýr sem eru í fullri vinnu við að reikna út launin sín, finna út hjá hvaða aumingjum er hægt að skera niður hjá til þess að þeir geti réttlætanlega hækkað sín eigin laun og fríðindi.

Ég held að þessi möppudýr ættu að koma suður til Keflavíkur og eyða nokkrum vikum í vinnu með Jóhanni og hans mönnum.

Á að fara reka manninn fyrir að fara framúr fjárhagsáætlun ?  Það getur ekki verið ástæðan, kannski er hann of kröfuharður á möppudýrin um að þau vinni vinnuna sína.

Á að auglýsa stöðuna hans og reyna fá eitthvað möppudýrs-undirlag í hana sem lætur vel af stjórn og gerir allt sem möppudýrin í ráðuneytinu skipa um, jafnvel þó að þessi ráðuneytis-möppudýr viti ekkert um hvað þau eru að tala/skipa fyrir um.

Ég er bara venjuleg kona.  Þekki ekki möppudýrin í Reykjavík en hef heyrt þau tala í fjölmiðlum og finnst þau oft frekar vitlaus í ákvörðunum sínum gagnvart okkur þjóðinni.  Mér finnst oft vera teknar ákvarðanir um hluti án þess að þau hafi nokkuð vit á þeim og þeirra leið er alltaf besta leiðin, sama hvað okkur litla fólkinu finnst.

Síðan Jóhann tók við þessu embætti hefur verið gífurleg breyting hérna, finnst mér, lögreglan er miklu sýnilegri og mér finnst hann vera harður/ákveðinn í að gera góða hluti, svo ég tali nú ekki um að hann virðist ekkert taka á krimmum með silkihönskum.  Svoleiðis eiga hlutirnir að vera.

Ég vil búa í bæ þar sem mér og börnunum mínum er óhætt.  Ef það kostar að auka verði framlagið til lögregluembættisins þá er þetta í eitt af þeim fáu skiptum sem ég er sátt við að farið sé fram úr fjárlögum.

Hvernig væri nú að taka sig til og safna undirskriftum til þess að mótmæla því að Jóhann R. Benediktsson verði látinn fara ?

 


mbl.is Skipt um lögreglustjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Segðu mér hvar ég á að skrifa undir! Jóhann er besti lögreglustjóri á Íslandi..

Óskar Arnórsson, 20.9.2008 kl. 09:17

2 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Sæl.

 Ég held að þú hittir nalgan á höfuðuð með að möppudýrin hafi ekki undan honum.

 Láttu mig vita hvar ég skrifa undir.

Vilhjálmur Árnason, 20.9.2008 kl. 09:27

3 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Mitt nafn kemur á þennan lista, það er alveg kristaltært. Ég styð Jóhann heilshugar.

Marta Gunnarsdóttir, 20.9.2008 kl. 09:34

4 identicon

mitt nafn fer á þennan lista! Segður mér hvar og hvenær ég á að skrifa undir. Jóhann er frábær lögreglustjóri.

Erna (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 09:49

5 identicon

Engin spurning... Ég skrifa undir... Þeir eiga ekki að komast upp með þetta!

Þröstur Halldórsson (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 09:54

6 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Sama hér styð Jóhann heilshugar, er ekki annars kominn tími á að Íslandingar fari að rísa upp á afturlappirnar og henda svona mölétnum möppudýrum eins og Birni með valdi úr embætti.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 20.9.2008 kl. 09:56

7 identicon

Orð í tíma töluð,ekki spurning ég skrifa mig á listan,við Suðurnesjamenn viljum eindregið hafa Jóhann.

Ólöf Björnsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 20:56

8 Smámynd: Elenora Katrín Árnadóttir

Er ekki einhver þarna úti sem getur tekið það að sér að koma þessum lista á netið ?  Ég kann það ekki.

Elenora Katrín Árnadóttir, 20.9.2008 kl. 21:54

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Embættismenn íslensku þjóðarinnar TREYSTA á roluskap þegna sinna. Það er algjörlega hægt að treysta því að þeir geta gert það sem þeim sýnist og komast upp með það.

Ég er staddur í Bangkok og var vitni að byltingu. Fór að mestu friðsamlega fram enn "byltingarmenn náðu sínu fram. Þeir settust að íá skrifstofum forsætisráðherra og voru þarna menn og konur á öllum aldri með börn sín með sér.

Hermennirnir voru hræddir og lögreglan líka. Hermenn eru vopnaðir vélbyssum og lögregla skammbyssum. T.d. þegar ungur hermaður miðaði á mann vélbyssu sinni kom eldri kona stormandi þarna að, þreif vélbyssuna af hermanninum og sló hann utanundir!

Rétti hún síðan nærstöddum lögreglumanni vélbyssuna og hlátrasköllum byltingarseggja ætlaði aldrei að taka enda. tugþúsundir og þegar mest var, nærri 100 þús manns voru allt í kring um skrifstofu forsætisráðherra.

Þetta tók nokkrar vikur. Eftir fyrstu vikununa sagði forsætisráðherra að hann myndi aldrei segja af sér. Svarið frá mótmælendum að þeir myndu ekki fara ftyrr enn hann leti af embætti. eftir mánuð gafst forsætisráðherra upp og sagði af sér.

Hvað geru mótmælendur þá? Þeir biðu áfram til að vita hvern mann Ríkisstjórn myndi velja. Þeir myndu ekki fara nema það yrði valin ,aður sem þeir sættu sig við. Og svo varð það. Nú er komin nýr forsætisráðherra sem fólki lókar við.

Þetta kallast lýðræði. Þorir fólk að hafa lýðræði á Íslamdi? Ég held ekki. Það var einn maður skotinn til bana af lögreglu í þessum aðgerðum í byrjun. Lögreglumaðurinn sem skaut, var umsvifalaust skotinn. Var skyttan handtekinn, enn fær eflaust vægan dóm vegna aðstæna.

Það er mál til komið að fólk á Íslandi láti verkin tala. Embættismenn og ráðherrar nota lögreglu til að verja lögbrot sín. Og Íslendingar eru enn haldnir gamla þrælsóttanum, og eru sannkallaðar rolur. Það þarf að koma a.m.k. 4 manneskjum úr embættum umsvifa laust!

Björn Bjarnason, Geir Haarde, Ingibjörg Sólrún og Davíð Oddsdon. Og setja þau skilyrði að þetta fólk meigi aldrei koma nálægt stjórnmálum framar. Og það gerist einungis með gífurlegum fjöldamótmælum og mætti vera sveit manna sem afvopnaði lögreglu ef hún ætlaði að blanda sér í þetta.

Þeir sem vilja vera áfram rolur, gera að sjálfsögðu ekki neitt. Enn svona aðgerðir myndu kenna framtíðar stjórnmálamönnum að sýna þegnum þessa lands meiri virðingi enn hefur verið gerð hingað til.

Undirskriftarlisti hefur ekki áhrif á Björn Bjarnason. Hann ber fullt traust til rolumenningar íslendinga.

Óskar Arnórsson, 20.9.2008 kl. 23:21

10 Smámynd: Ásgerður

Mikið er ég sammála þér Ella. Ég skrifa undir, ef einhver getur sett upp lista

Ásgerður , 21.9.2008 kl. 11:24

11 Smámynd: Elenora Katrín Árnadóttir

Flott grein hjá þér Óskar, það er mikið til í þessu. Það hefur ansi oft komið fyrir að ráðamenn taka við undirskriftalistum og henda þeim beint í tætarann án þess að taka nokkuð tillit til listans eða fólksins sem skrifar nafn sitt á hann í góðri trú um að hlustað verði á það.

En hvað á að gera ?

Elenora Katrín Árnadóttir, 21.9.2008 kl. 13:34

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Vígbúast Elenora! Vígbúast..Það er komið nóg af ruglinu í þessu landi...Vígbúast á friðsamlegan hátt og ALDREI bakka eina tommu! bara burtu með þetta fólk sem eiginlega ætti að draga fyrir dómstóla og kæra fyrir spillingu, ábyrgðarleysis og það er farið að nálgast landráð þetta sem þeir hafa fyrir stafni..

Óskar Arnórsson, 21.9.2008 kl. 19:41

13 Smámynd: Árni Árnason

Jæja stóra systir, sé að við blogguðum um það sama og erum algjörlega sammála í þessu máli. Það er mikill skaði fyrir Suðurnesin að missa Jóhann Ben. Gaman að sjá hérna á síðunni hjá þér að það er samhugur í almenningi.

Árni Árnason, 22.9.2008 kl. 15:22

14 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Heyr heyr.

Ég skrifa hiklaust undir.

Elísabet Sigurðardóttir, 23.9.2008 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband