Ræflar

Ég fór að ráðum Kristbergs sem commentaði hjá mér í gær og tók út færsluna um slagsmálin. 

Ég skrifaði hana þegar ég var nýbúin að skoða myndbandið og var ekki að hugsa rökrétt.  Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef mitt barn lenti í þessu sem þolandi eða gerandi og ég held að engin okkar geti fyrirfram vitað það sem foreldri.   Ég þakka bara fyrir hvern dag sem ég slepp við það.

Ég vona bara að þessir ungu menn fái það sem þeir eiga skilið (í réttarkerfinu okkar) og kannski iðrast þeir gjörða sinna (kannski).

Eigið góða helgi og verið góð við börnin ykkar InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Mikið er ég sammála þér núna. Vonum bara að þessir drengir fái viðeigandi aðstoð. Góða helgi

Kristberg Snjólfsson, 21.11.2008 kl. 10:58

2 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Elísabet Sigurðardóttir, 21.11.2008 kl. 22:00

3 Smámynd: Margrét M

kæra Elenora ég lagfærði bloggið eins og þú lagðir til , ég er viss um að þú ert gott foreldri og þetta sýnir líka að það geta aðrir orðið reiðir en þú... var ekki að nota þig sem dæmi um slæmt foreldri ég nafngreindi engan og var aðeins að vísa í að ef foreldrar yfirleitt tala svona þá eigum við ekki von á góðu frá börnum okkar en allavega ef ég hef sært þig Elenora eða einhvern annan þá biðst ég afsökunar á því .. 

Margrét M, 22.11.2008 kl. 10:36

4 Smámynd: Margrét M

og annað ...  mikið rosalega er ég sammála þér með þessa færslu hér að ofan Elenora --- eigðu góða helgi

Margrét M, 22.11.2008 kl. 10:51

5 Smámynd: Árni Árnason

Hæ stóra systir

ég ætla ekki að tjá mig neitt um þessi slagsmál nema hvað að þetta er ofboðslega sorglegt að svona geti bara gerst ! Maður fékk í magann að horfa á þetta.

En það er eitt sem ég verð að segja þér, ég er bara búinn að setja upp jólaljósin í glugganna ! Í fyrsta skiptið sem ég er á undan þér heeh hvað er eigilega í gangi hjá þér elskan ?? Þú sem ert alltaf fyrst í fjölskyldunni hehehe

Árni Árnason, 24.11.2008 kl. 12:17

6 Smámynd: Elenora Katrín Árnadóttir

Bevítas, þú varst á undan mér, ég hef 2 afsakanir.  Nr.1 heitir lungabólga, nr.2 heitir "Jóladótið mitt er týnt í geymslu hjá Björg systir,,

En það fer að rætast úr þessu er búin að finna mest allt og selflytja í geymsluna mína og er að reyna fara í gegnum alla kassana.

1-0 fyrir þér þetta árið en bíddu bara litli bróðir

Elenora Katrín Árnadóttir, 26.11.2008 kl. 16:49

7 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Þetta er bara skelfilegt með þessa ungu krakka sem lentu í þessu og vonandi að þeir læri á því, þeir hefðu hæglega getað drepið drenginn

Ég er nú yfirleitt með þeim fyrstu til að setja upp jólaskraut en núna er ég að kafna í vinnu og verkefnum og hef ekki haft tíma til að skreyta hjá mér  en er samt búin að setja 2 jólaljós í stofuna mína taht´s it

Guðborg Eyjólfsdóttir, 27.11.2008 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband