Föstudagurinn 13...........

Er ekki best að gera sem minnst í dag og bíða eftir að þessi dagur líði hjá.  Allavega þeir sem eru hjátrúafullir.

Hafið þið nokkuð heyrt nýjustu fréttirnar ?  Það er þetta með Hollendinginn sem situr á klósettinu.  Þetta er búið að vera í blöðunum uppá hvern einasta dag núna í tvær vikur.  Hann hefur ekkert kúkað, hann kúkaði smá, hann er ekki búinn að kúka öllum fíkniefnunum, bla, bla, bla............Sick

Í gær las ég um "Sundlaugaperrann,, hann fékk 6 mánuði fyrir að fara illa með litlar stúlkur í sundlaug Keflavíkur, það voru 11 stúlkur sem lögðu fram kæru en það var bara dæmt vegna 9 stúlkna (bara 9 stúlkur sem eru að fara út í lífið með þessu ógeðslegu lífreynslu).

Svo las ég blöðin í dag og þar sé ég frétt þess efnis að kona var dæmd til þriggja ára fyrir að stela pening frá ríkinu.

Það er auðvitað miklu hættulegra að stela frá ríkinu heldur en að eyðileggja líf 11 ungra stúlkna, eða hvað ?

Hvað er í gangi í þessu þjóðfélagi, hvernig er hægt að meta líf 11 stúlkna minna heldur en peninga ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Maður fær ógeð .  Langar mest að ...... þetta bavíans lið. 

Það er rosalega skrítin forgangsröðunin í þessum dómum, hreint og beint óskiljanlegt. 

En góða helgi Ella mín og passaðu þig á hjátrúnni,  hún er stórhættuleg.

Elísabet Sigurðardóttir, 13.6.2008 kl. 14:24

2 Smámynd: Árni Árnason

Já þetta hefur setið fast í greyinu !!  en hvað varðar dóminn á sundlaugarperranum þá skilur maður þetta bara ekki. þetta er alltof vægur dómur að mínu mati.

Árni Árnason, 16.6.2008 kl. 02:40

3 identicon

ja sko....sumir hafa harðlífi og aðrir HARÐLÍFI! Hollendíngurinn stíflaði á örugglega ekki 7 dagana sæla...eða hvað þeir eru nú orðnir margir dagarnir hjá blessuðum manninum...en honum er nær að vera að fikta svona við voruna sína....

En ég vona að dómarinn í perramálinu sé líka með harðlífi...þetta er minning sem setur sig fast í "myndaralbúmi" barna...ég man eftir perranum á rútustöðinni í Kef. þegar ég var lítil 8-10 ára gömul stúlkukynd og hann var með sprellan í dyragættinni á herrawc-inu Þessi mynd er enn í "albúminu" mínu og hugsa ég að ég myndi enn kannast við manninn í dag eftir tæp 30 ár því andlitið á honum situr meira fast en þessi sprelli, og það er eiginnilega óþægilegra....ameríkulegur boli með hormottu og sítt að aftan...ógeðfelldur maður  en ég vona stelpnanna vegna að þær hafi ekki séð of mikið af manninum, þá ættu þær að komast yfir þessa upplifun þó svo myndirnar koma upp annað slagið við vissar umræður í gegnum lífið.

En til lukku með nýju síðuna....vonandi heldurðu bara áfram að vera dugleg að blogga svo ég geti fylgst með! þá verð ég ekki alveg eins mikið úti í fjöru þegar ég kem í heimsókn á næsta ári til Islands....kanski fæ ég einhverjar fréttir frá mömmu á eftir...ég hef 4 vikur til að pumba hana 

Bið að heilsa öllum þínum....kv. Bára

barainga (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 06:28

4 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Gleðilegan 17. júní elskan mín

Elísabet Sigurðardóttir, 17.6.2008 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband