Sjónvarp

Ég var búin að lofa sjálfri mér að blogga ekkert fyrr en ég væri búin með seinni bókina en ég er ekki búin ennþá, það er búið að vera gggggeeðveikt að gera í vinnunni að undirbúa skólabyrjun.

Ég hef verið að grípa í hana á kvöldin en yfirleitt sofnað út frá henni, EN það sem ég er búin að lesa lofar góðu.

Ég ætla ekki að ræða sigurinn hjá strákunum af því að allir bloggarar landsins eru þegar búnir að því en mig langar að ræða annað sem tengist því.

Hafið þið tekið eftir auglýsingum sem eru í fjölmiðlum þessa dagana ?

Það er búið að setja orðin "Landsleiks-tilboð,, fyrir framan verð ýmissa tækja eins og t.d. sjónvarpstækja.  Nú er hægt að kaupa sér sjónvarpstæki á þvílíkum afslætti af því að strákunum gengur svo vel og fyrirtækin sem auglýsa eru svo góð að gefa okkur afslátt í tilefni þess.

Málið er bara það að ég var að kaupa mér sjónvarp fyrir nokkru og skoðaði þá vel verð tækja á ýmsum stöðum.  Tækin sem er verið að bjóða núna eru á nákvæmlega sama verði og þá W00t

ÁFRAM ÍSLAND


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Þessir verlsunarmenn eru alltaf með einhver gylliboð sem að allir hlaupa til og kaupa því þeir halda að það sé verið að græða á tá og fingri, en það er svo sem í lagi ef landinn trúir því haha

Guðborg Eyjólfsdóttir, 22.8.2008 kl. 23:57

2 Smámynd: Ásgerður

Hlakka til að heyra um bókina, vantar einmitt meiri peninga

Áfram ísland!!!

Ásgerður , 23.8.2008 kl. 09:42

3 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Eins gott að láta ekki plata sig upp úr skónum.  Hlakka til að heyra frá bókinni, vantar líka peninga sko.

Góða skemmtun á morgun sæta mín og ÁFRAM ÍSLAND!!!

Elísabet Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 22:05

4 Smámynd: Árni Árnason

ehhehe já kaupmenn eru stórhættulegir !

Árni Árnason, 26.8.2008 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband