17.júní

Það var búið að skíra ísbjörninn Ófeig og átti að bjarga honum.  Svo allt í einu hrynur þessi draumamynd því ísbjörninn er dauður og ekki nóg með það heldur var þetta ekki Ófeigur heldur Ófeiga.  Nú er bara að finna þann þriðja og athuga hvort hægt sé að halda honum á lífi.

Þetta var hálf asnalegur 17.júní hjá mér.  Ég er að vakna upp við þann draum að börnin mín eru ekki lengur börn heldur unglingar.  Það vildi enginn fara með mér í skrúðgarðinn að sjá fjörið þar, allt í einu eftir 16 ár er ég laus við að fara á allar fjölskylduskemmtanir sem eru og standa í röð í nokkra klukkutíma að bíða eftir blöðru eða hoppukastala.  Nú vilja unglingarnir mínir fara þetta með vinum eða sleppa því alveg að fara.

Hvað á ég gamla konan að gera ? Crying

Ég gerði það sem allar stúlkur gera í svona krísum, ég hringdi í mömmu mína og hún fór með mér í skrúðgarðinn, við stóðum þar ásamt Adda bróðir fremst við sviðið og skemmtum okkur konunglega yfir barnadagskránni.  Já það er erfitt að láta af gömlum vana. Whistling

Annars eru engar nýjar fréttir héðan, ég er bara að pakka, pakka, pakka, og já svo er ég líka að pakka.  Skil ekki hvernig er hægt að safna svona miklu drasli, vildi óska þess að ég hefði þor til þess að keyra þetta allt beint upp í Kölku og eyða því, bevítas drasl sem ég kem örugglega aldrei til með að nota á ævinni. GetLost

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mjög hollt að flytja reglulega og fara í gegn um hluti og henda ... eða fá jarðskjálfta af og til haha ... þá safnar maður ekki óþarfa dóti sem er bara vesen að bera milli húsa þegar maður flytur !! ;-)

Birna María (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 22:22

2 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Gott að þú gast skemmt þér dúllan mín, aftur farin með mömmu sinni í skrúðgarðinn.  Lífið er ein hringrás .

Ég mana þig að fara með sem mest í Sorpu, það er svo hreinsandi og gott að losna við óþarfadrasl.

Gangi þér rosa vel að pakka.

Elísabet Sigurðardóttir, 18.6.2008 kl. 12:00

3 identicon

Já, auðvitað var þetta Birna en ekki Ófeigur.  Ég er nú frekar til í að flytja reglulega heldur en að lenda í jarðskjálfta Birna mín.  Vandamálið hjá mér er að ég er að flytja í litla íbúð í smá tíma og síðan aftur í stóra íbúð, þannig að þetta er spurning um að þurfa henda en ekki henda of miklu þannig að það bergmáli ekki hjá mér þegar ég fer í stærri íbúðina, ha ha strembið

Ella Kata (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband